Völlurinn á Libs-svæðinu hefur verið mjög umtalaður en skemmtilegt að spila þar. Þar hefur verið reynt að líkja sem mest eftir keppnisuppsetningu alvöru vallar með misjafnlega góðum árangri þar sem okkur hefur vantað uppblásna bunkera. Þannig uppsetning kallast speedball. Nú finnst mér kominn tími tiln að við gerum eitthvað í þessum málum. Best væri ef við gætum fengið að gera svæði nær bænum og kaupa alvöru völl. Keppnishald yrði mikið auðveldrara í alla staði og yrði kannski meiri auglýsing fyrir sportið í heild sinni. Keppni á svona völlum er ólýsanleg upplifun. Við höfum nokkur farið út til London að keppa núna 2 ár í röð og hef ég aldrei upplifað annað eins adrenalíns rush á ævinni og hef ég upplifað margt, dagurinn er bara fullur af adrenalíni. Vellirnir sem keppt er á eru frá Millennium series. Keppnisuppsetninginn er 7 á móti 7 og á að sækja fána á upphafsstöð hins liðsins. Keppnisvellirnir frá Millennium series eru núna til sölu á góðum verðum vegna þess að mótaröðin er á enda þetta árið. Þessir vellir eru þeir sömu og Icelanders spiluðu á í London. Vellirnir eru allir frá sama framleiðanda sem heitir Supairball og er staðsettur í Frakklandi. Verðið er mjög hagstætt vegna þess að þeir hafa verið notaðir. Verðið er frá 530.000 til 580.000 hingað komið með fluttningi og öllum gjöldum. Þó þetta sé há upphæð er þetta ekkert svo rosalegt fyrir félöginn ef þau sameinast um að kaupa svona völl. Þetta gæti kostað ca. 25 þúsund á mann ef 22 – 25 manns taka sig saman og kaupa svona völl. Til þess að þetta geti gengið þurfum við almennilega grasflöt þar sem hægt væri að setja hann upp, en það er annað mál. Ég veit að það er viss hópur fólks sem er til í þetta og hefur það mikinn áhuga á þessu. Reynsla okkar sem fórum út var mjög skemmtileg og þykkir okkur miður að fólk hér á landi hefur eiginlega enga reynslu á að spila á svona völlum því þetta þykir okkur skemmtilegasta uppsetning sem völ er á fyrir paintball.
Hvað finnst ykkur?
Látið í ykkur heyra með því að svara þessari grein.
http://www.supairball.com/products/after_events.htm#millennium
G.B.B