FAQ skrá LBFR…var of stór til að komast á korkinn.
Endilega gerið athugasemdir ef einhverjar eru.


1.0 Um Litboltafélag Reykjavíkur (LBFR)
Tilgangur LBFR er að vera farvegur eða vettvangur þar sem menn og konur geti spilað litbolta á sem skemmtilegastan og ódýrastan hátt

1.1 Er LBFR með félagsaðstöðu? Hvar get ég fengið lánaðan merkjara?
Félagsaðstaða LBFR er í JL húsinu við Hringbraut, nánar tiltekið á þriðju hæð, skrifstofa nr. 7. Þangað geta félagsmenn komið á ákveðnum tímum og fengið lánaða litmerkibyssu. Þar er einnig aðstaða til að setjast niður, fá sér kaffi og spjalla um hetjutilburði dagsins. opnunartímar félagsaðstöðunnar eru nánar auglýstir á heimasíðu LBFR http://paintball.simnet.is/

1.2 Er LBFR með eigin litboltavöll?
LBFR hefur ekki ennþá komið sér upp velli, en verið er að vinna í málinu og skoða alla möguleika. Völlurinn verður að öllum líkindum einhverstaðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið.

1.3 Hvernig get ég skráð mig í Litboltafélag Reykjavíkur?
Þú getur skráð þig í LBFR á tvo vegu.
1) Með því að fara á heimasíðu LBFR á http://paintball.simnet.is/ , velja síðuna “Skráðu þig í félagið!” og fylgja þeim leiðbeiningum sem þar eru settar fram.
2) Með því að hafa samband við stjórn LBFR, gefa nauðsynlegar upplýsingar um sjálfa(n) þig og biðja um að þér verði sendur gíróseðill fyrir árgjaldi.

1.4 Hvað kostar að vera félagi í LBFR?
Aðalfundur ákveður árgjald félagsmanna. Núna er árgjaldið 5000 kr.
Athugið að á félagsfundum hafa þeir einir atkvæðisrétt sem hafa greitt árgjaldið.

2.0 Félagsmál: félagsfundir, aðalfundur, kosningar o.fl.

2.1 Ég hef áhuga á að vinna fyrir félagið og hafa áhrif á þróun litbolta á Íslandi. Hvernig kemst ég í stjórn eða nefndir LBFR?
Kosningar í stjórn og nefndir fara fram á aðalfundi og er kosið til eins árs í senn. Aðalfund er skylt að halda eigi síðar en 31. janúar ár hvert og til hans skal boða með minnst 14 daga fyrirvara. Framboð til stjórnar og nefnda skulu vera komin fram þegar aðalfundur er boðaður.

2.2 Ég vil hjálpa til við það sem þarf að gera, eins og að koma upp velli, án þess að þurfa að axla þá abyrgð sem fylgir stjórnar- og nefndasetu. Hvað get ég gert?
Hafðu samband við stjórnina eins og skot (t.d. í gegn um http://paintball.simnet.is/ ), það eru næg verkefni fyrir áhugasamt fólk.

3.0 Innflutningur á litmerkibyssum, litkúlum, gaskútum og öryggisvörum.

3.1 Má ég eiga litmerkibyssu?
Nei. Einstaklingar mega ekki eiga litmerkibyssur. LBFR hefur á stefnuskrá sinni að fá þessu ákvæði reglugerðarinnar breytt, en óraunhæft er að reikna með því að einkaeign verði leyfð fyrr en í fyrsta lagi 2003-5.

3.2 Get ég flutt inn litmerkibyssu?
Nei. Samkvæmt reglugerðinni er allur innflutningur á litmerkibyssum háður sérstöku innflutningsleyfi ríkislögreglustjóra og slík leyfi eru aðeins veitt viðurkenndum félögum sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar um geymslu og ábyrgð á byssunum.

3.3 Má ég flytja inn kúlur, gaskúta, öryggisgrímur, olnboga o.s.frv (annað en byssurnar sjálfar)?
Já. Einstaklingar mega flytja inn allt sem ekki er hluti af byssunni sjálfri. Undir það falla gaskútar, litboltar, öryggisgrímur, kúlutrektir, hlauphreinsarar,
Rétt er að benda á að einnig er hægt að flytja inn allar algengustu vörur til litboltaiðkunar í gegn um LBFR þó að einungis litmerkibyssur séu háðar innflutningsleyfi Ríkislögreglustjóra.

3.4 Ég hef áhuga á að LBFR kaupi litmerkibyssu sem ég get fengið lánaða. Hvað þarf ég að gera. Hvaða skilyrði þarf ég að uppfylla?
Það sem gerist er þetta:
1) Þú setur þig í samband við einhvern úr stjórn LBFR (t.d. í gegnum heimasíðuna) og biður um að félagið kaupi litmerkibyssu af þeirri gerð sem þú tiltekur (upplýsingar um magnpantanir LBFR eru á heimasíðunni).
2) LBFR reiknar út hvað muni kosta að flytja þessa tilteknu litmerkibyssu inn og þú leggur þá upphæð inn á reikning innkaupasjóðs félagsins (því að þú ert góður félagsmaður og sérð þér hag í að styrkja félagið til innkaupa).
3) Þegar gjafaféð er komið á sinn stað sækir LBFR um innflutningsleyfi fyrir þessari tilteknu litmerkibyssu til Ríkislögreglustjóra. Að leyfinu fengnu er byssan flutt inn, og sett í geymslu félagsins.
4) LBFR gerir lánssamning við þig þar sem kveðið er á um að þessi tiltekna litmerkibyssa verði einungis lánuð þér og að ef reglugerð um litbolta verður breytt í þá átt að leyfa einstaklingseign á litmerkibyssum, þá muni félagið selja þér byssuna á MJÖG vægu verði.

Í stuttu máli: LBFR á byssuna og geymir hana. Þú kemur og færð byssuna lánaða þegar þú vilt spila. Þú færð byssuna til eignar þegar það verður leyft.

3.5 Þarf ég að borga alla upphæðina fyrirfram? Er hægt að skipta greiðslunni?
LBFR verður að eiga fyrir öllum kostnaði þegar pöntun er lögð inn til söluaðila erlendis. Það þýðir að þeir sem vilja panta litmerkibyssu verða að greiða ALLA upphæðina fyrirfram, þ.e. um leið og þeir biðja um að LBFR panti byssu fyrir þá. Eingöngu verður pantað fyrir þá sem hafa greitt að fullu.

3.6 Hvað gerist þegar leyft verður að einstaklingar geti átt litmerkibyssur? Get ég fengið til eignar byssuna sem LBFR hefur lánað mér? Þarf ég að borga eitthvað fyrir hana?
Ef (vonandi þegar) að því kemur að einstaklingseign á litmerkibyssum verður leyfð mun LBFR selja þér byssuna á MJÖG vægu verði. Hér er ekki verið að tala um neinar upphæðir eða gróða. Þú ert búinn að borga fyrir byssuna við innflutning. Hins vegar á LBFR byssuna skv. pappírunum og þess vegna er um eigendaskipti að ræða. Því verður það að heita sala þegar byssan er afhent í þínar hendur.

4.0 Útlán á litmerkibyssum, litboltaleikir, keppni og clan.

4.1 Hvaða reglur verða um útlán/leigu á litmerkibyssum hjá LBFR?
Útlánareglur eru í vinnslu. Þær verða birtar í FAQ skránni og á heimasíðu félagsins þegar þær líta dagsins ljós.

4.2 Þarf ég að borga eitthvað til að fá lánaða byssu hjá LBFR?
Það eina sem þú þarft að borga er byssan sjálf og félagsgjöld LBFR (árgjald).
Þegar búið er að flytja inn byssu fyrir þig er hún geymd hjá LBFR. Allir félagar í LBFR eru umsjónarmenn með útlánum til sjálfra sín. Þetta þýðir einfaldlega að menn bera ábyrgð á sjálfum sér og notkun byssunnar á meðan hún er ekki í geymslu félagsins. Aðeins félagar geta lánað út byssur, og til þess að vera fullgildir félagar verða menn að borga félagsgjöldin sín.

4.3 Hvar get ég spilað með byssu sem ég fæ lánaða hjá LBFR?
Þú getur spilað á eftirfarandi stöðum:
a. Á litboltavelli LBFR, þegar hann kemst í gagnið.
b. Á fyrirfram ákveðnum tímum á litboltavellinum við Lund í Kópavogi (hafðu samband við völlinn til að fá nánari upplýsingar).
c. Á litboltavöllum annarra litboltafélaga eftir því sem reglur þeirra segja til um.

ATHUGIÐ: Það er EKKI leyfilegt spila litbolta hvar sem er, jafnvel þó að leyfi landeigenda liggi fyrir. Aðeins má spila litbolta á viðurkenndum leiksvæðum sem hlotið hafa samþykki viðkomandi sveitarstjórnar og lögreglustjóra.

4.4 Mun kosta eitthvað að spila á litboltavelli LBFR?
Það verður ekki selt inn á völlinn, enda ætlar félagið ekki að vera með starfsmann í vinnu (þetta á að vera ódýrt, ekki satt).

4.5 Verður LBFR með auka litmerkibyssur til að lána gestum þeim sem ekki hafa látið flytja inn byssu fyrir sig?
Þetta hefur ekki verið ákveðið ennþá. Það er þó líklegt að þegar fram líða stundir muni LBFR eiga nokkrar byssur til að lána gestum og félagsmönnum sem ekki hafa aðgang að ákveðinni litmerkibyssu.

4.6 Eru einhverjar litboltakeppnir á vegum LBFR?
Litboltafélag Reykjvíkur mun standa fyrir keppnum í litbolta þegar starfsemin er komin á fullt skrið. Enn er ekki ljóst með hvaða hætti verður staðið að slíkum keppnum. Allar hugmyndir verða athugaðar.

4.7 Hvernig get ég skráð lið eða clan hjá LBFR? Get ég gengið í clan sem fyrir eru?
Þú getur skráð lið eða clan hjá LBFR með því að senda stjórninni upplýsingar um heiti clansins og nöfn leikmanna þess.

4.8 Hvaða reglur gilda um clan eða lið sem skráð eru hjá LBFR?
Fyrsta krafan er að sjálfsögðu sú sama og gerð er til allra félagsmanna LBFR, að þeir hagi sér íþróttamannslega í leik og keppni, og að þeir fari í einu og öllu eftir lögum og siðareglum LBFR, auk leikreglna hverju sinni.
Að öðru leyti hafa sérstakar reglur ekki verið formlega settar fram, en óformlegar hugmyndir eru á þessa leið. ATHUGIÐ að þetta eru fyrstu hugmyndir og er fólk hvatt til að koma með athugasemdir og hugmyndir til bóta. Endanlegar reglur verða lagðar fyrir félagsfund.

1) Skrá þarf clan hjá litboltafélagi. Æskilegt er að hvert clan sé aðeins aðili að einu félagi og keppi undir merkjum þess. Ekkert er þó því til fyrirstöðu að einstakir meðlimir séu félagar tveggja eða fleiri litboltafélaga á persónulegum basis.
2) Clan geta innihaldið eins marga leikmenn og þau telja sjálf æskilegt. Í keppnum er þó nauðsynlegt að afmarka fjölda leikmanna í liði þannig að jafnt sé á munum. Oft er keppt í fimm eða tíu manna liðum, og því getur clan sem inniheldur 10 leikmenn keppt sem tvö fimm manna lið eða eitt tíu manna eftir því sem við á (o.s.frv.).
3) Auðvitað er ekkert því til fyrirstöðu að clan geti spilað sem ein heild utan reglulegra keppna, eða þar sem slíkar leikreglur gilda skv. samkomulagi aðila.
4) Æskilegt er að hvert clan velji tengilið sem sér um samskipti við litboltafélögin, keppnisstjórnir og þar fram eftir götunum. Slíkt einfaldar boðskipti og ætti að koma í veg fyrir að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri gjörir. Þessi tengiliður/communications officer þarf ekki að vera fyrirliði liðs þegar komið er í leik, mestu skiptir að hann sé fær um að koma fréttum og skilaboðum skilmerkilega til sinna manna.


5.0 Öryggisreglur, leikreglur og almennar umgengnisreglur.

5.1 Hvaða leikreglur/öryggisreglur gilda hjá LBFR?
Leikreglur LBFR skiptast í umgengis/öryggisreglur og svæðisreglur. Munið að þessar reglur eru settar með öryggi allra í huga og að þær gilda fyrir ALLA.

5.1.1 Umgengni við völl og upphafs leiks
A. Þegar þú kemur á völlinn kemur þú að honum þannig að þér stafi engin hætta af leik sem er í gangi. Þ.e. að þú ert í hæfilegri fjarlægð frá leikvellinum sjálfum.
B. Það fyrsta sem þú gerir þegar þú tekur byssuna upp úr töskunni er að fullvissa þig um að hlauptappinn sé rétt settur í hlaupið og öryggið sé á.
C. Næst setur þú á þig öryggisgrímuna.
D. Svo, og alls ekki fyrr, skrúfar þú gaskútinn á byssuna. Síðan setur þú trektina ofan á byssuna og fyllir hana af kúlum.
E. Þegar þú ert tilbúinn til að spila gengur þú að hraðamælingarborðinu sem er í nokkurri fjarlægð frá aðkomunni og snýr frá henni, því áður en þú gengur inn á völlinn verður þú að hraðamæla byssuna.
F. Það gerir þú með því að skjóta þremur skotum yfir hraðamælinn. Ekkert skotanna má vera á meiri hraða en 300 fet á sekúndu og meðaltalshraði þessara þriggja má ekki vera yfir 280 fet á sekúndu. Ef hraðinn er meiri verður að hraðastilla byssuna upp á nýtt. Eftir hraðamælinguna setur þú tappann aftur í hlaupið og öryggið aftur á.
G. Þá gengur þú að öruggu svæði við hlið leikvallarins. Þetta svæði er afgirt með yfir mannhæðar hárri girðingu sem klædd er þéttu neti eða öðru sem kúlur frá leik komast ekki í gegnum.
H. Bak við þessa girðingu getur þú lagað grímuna á meðan þú bíður eftir að komast í leik.
I. Þegar þú getur hafið leik gengur þú að fánastöð liðs þíns. Þegar allir leikmenn hafa komið sér fyrir bak við fánastöðina tekur þú hlauptappann úr hlaupinu og öryggið af litmerkibyssunni.
J. Leikurinn hefst við hljóðmerki eða annað einkennandi merki.

5.1.2 Svæðisreglur litboltavallar LBFR
A. Leikmenn verða alltaf að bera hlífðargrímur inn á leiksvæðinu.
B. Ekki má skjóta andstæðinginn viljandi fyrir ofan hálsmál.
C. Engin líkamleg snerting er leyfileg
D. Alltaf skal hlusta á og fara eftir tilmælum umsjónarmanns.
E. Aldrei skal setja aðra hluti en þá sem eru til þess ætlaðir í merkibyssurnar.
F. Ef móða myndast í hlífðargrímum, gangið af velli í öruggt svæði bak við girðinguna og lagið grímuna þar. Aldrei skal taka af sér grímuna á vellinum.
G. Þegar leikmaður er merktur úr leik, skal hann lyfta merkibyssunni yfir höfuð sér og ganga álútur í örugga svæðið.
H. Öll merki og bendingar til hinna leikmannana á leið út af vellinum eru bönnuð.
I. Leikmaður eru úr leik ef hann merkist á einhvern stað á líkama eða tæki. Leikmaður er einungis úr leik ef að litboltinn springur og litar viðkomandi með litarefni.
J. Ekki skal nota móðgandi eða neikvætt orðalag inn á leikvellinum. Leikmenn skulu spila heiðarlega og sína íþróttamannslega framkomu í hvívetna.
K. Leikmenn er brjóta leikreglur eða haga sér óskynsamlega, þurfa að yfirgefa völlinn.
L. Áfengi og önnur vímuefni sem og reykingar eru stranglegar bannaðar á vellinum.