Ert þú sá maður sem alltaf er skotinn fyrstur og þarft að bíða allann daginn á hliðarlínunni??

Ertu í vandræðum með að skilja hvernig þú átt að segja frá því hvar andstæðingurinn er??

Þá er þessi grein sérstaklega skrifuð með þig í huga…

Sp: Hvernig á ég að fela mig?
var ekki samþykkt. SV: Hreyfing er oft það sem gerir það að verkum að leikmenn
sjást. Það má vel vera að leikmaðurinn sjáist ekki en líkami þinn getur breytt
því hvernig ljós varpast á svæðið og dregið til sín athygli og sagt skörpum
leikmanni að það sé einhver þarna. Hljóð gefur strax upp hvar þú ert. Haltu
stórum trjám, steinum, þykkum runnum o.þ.h. á milli þin og hins liðsins.
Ekki fara yfir stór opin svæði ef að þú getur komist hjá því, jafnvel þó
það þýði að þú verðir að fara lengri leiðina. Lærðu að falla inn í umhverfið,
nota fyrirstöður til að hindra það að þú sjáist. Skríddu, Láttu liðið þitt
búa til truflun svo að þú komist nær andstæðingnum. Merkjari og merkjarahlutar
eru eitthvað sem að leikmenn læra að þekkja furðu fljótt, svo að haltu græjunum þínum úr augnsýn andstæðingssins. Notun felulita hjálpar líka.

Sp: Hvernig á að nota klukkuna til staðsetningar?
Sv: Hugsaðu
um úrið þitt (ekki tölvuúr!) Beint framundan er klukkan 12 (þitt 12). Ef
að þú teygðir handleggina út þá er vinstri hendin að benda á þitt 9 og hægri
á þitt 3. Mundu að þitt 12 er ekki mitt 12 ef að ég er á þínu 9, þannig að
kallaðu “þitt 9” eða “mitt 9” til að skýra hvar andstæðingurinn er staðsettur.
——————————————————
Þessi grein er tekinn af <a href=http://www.paintball.com>www.paintball.com
——————————————————
<a href=mailto:xavier@hugi.is>Xavier</a> þýddi