Command & Conquer - 48 klst litbolta leikur Þetta er ótrúlegt…

Hópar af litboltaspilurum allstaðar af úr heiminum eru að bóka flug til Noregs til að taka þátt í hátækni, lifandi eftirmynd af tölvuleikjunum frá Westwood “Command & Conquer” og “Red Alert”.

Ímyndaðu þér að þú ert fastur á yfirgefinni eyju í 48 klst með 500 litboltaspilurum, notandi alvöru báta, farartæki, þyrlur og byggingar sem hægt er að eyðileggja eins og þær sem sjást í tölvuleiknum! Þetta er flottasti scenario-leikur í sögunni fyrir litbolta. Það er búið að taka 4 ár að plana þennan leik og leggja í hann $150.000 sem gerir þennan leik eitthvað sem að maður gerir bara einusinni því að þetta verður aldrei endurtekið.

Þessi leikur fer fram þann 3-5 ágúst (verslunarmannahelgin) og það er ekki of seint að skrá sig og undirbúa að vera með í þessum frábæra leik. Undirbúningsaðilarnir eru búnir að leigja eit stk eyju og munu byggja byggingar og allskonar dót þ.m.t. fengið fólk til að þykkjast vera íbúar til að líkjast tölvuleiknum sem allra mest.

Til að gera þetta ennþá betra þá verður komið fyrir hátalarakerfi útum alla eyjuna til að spila tónlist og alls konar soundeffect úr leiknum, 24 tíma á sólarhring. Það verða reyksprengjur og allskonar ljósashow. Alls konar mission og role-playing fyrir þá sem taka þátt. Fullt af mismunanri plottum sem að á að skapa þvílíkt umhverfi í kringum þennan geggjaða leik.

Og í þetta skipti ert ÞÚ HETJAN!

Þetta er eitthvað það geggjaðasta sem ég hef rekist á. Það komast 500 manns í leikinn og um að gera fyrir þá sem hafa áhuga að skrá sig sem allra fyrst því að það er allt að fyllast.

Til að fá frekari upplýsingar:<a href="http://paintballscenario.com ">http://paintballscenario.com</a>

Xavie