Ég fór með vinnuhóp í gær (16. ágúst) í þennan svokallaða Litbolta eða “paintball”.

Við mættum á staðinn svona rúmlega 6 og þar sem þetta var partur af vinnudjammi voru allir svona frekar drukknir og vitlausir og það tók langan tíma bara að finna sér föt, belti og grímur áður en sest var niður og gaurinn útskýrði fyrir okkur hvað mætti og hvað mætti ekki. Það reyndar tók svoldin tíma þar sem ég get talað óendanlega mikið í glasi :S En á endanum fengum við merkibyssur í hönd og fórum út á völl.

Þetta byrjaði vel og mikið af kúlum spreðað bara án þess að hitta nokkurn mann :I ég fékk ekki kúlu í mig fyrr en í öðrum leiknum… og já það var vægast sagt VONT.. ég hélt að ég væri nú dauð og labbaði útaf, svo kom í ljós að hún hafði ekki sprungið og ég hefði bara framið sjálfsmorð :D

Við tókum svo leikinn þar sem við stóðum á móti hvor öðru og tókum eitt skot og tókum eitt skref áfram. Þar sem ég var eina stelpan í hópnum var nottla skotið endalaust bara á mig. En þar sem ég er rosalega lítil og var í of stórum fötum bánsuðu bara allar kúlurnar af mér og engin sprakk. Svo þegar við vorum orðin 3 vs 2 þá tóku frændur mínir í hinu liðinu uppá því að reynað miða í klofið á mér… sem þeim tókst og fékk ég 2 kúlur í náran sem var… já ekki gott!

Svo þegar farið var að renna af fólki vorum við mætt á hinn völlinn og fórum í “capture the flag” og þá voru starfsmenn paintball með okkur í leiknum það gekk nokkuð brösulega að koma blessaða fánanum uppí turnin og já okkar maður skotinn í bakið :S og óvinur komst upp. Svo í second half þegar við skiptum um byrjunarstað þá svona komumst við að því að ekki einu sinni starfsmennirnir virtu “5 metra regluna” híhí og skutu nemann í bakið (sem var reyndar bara gott á hann, hann átti það skilið).

Áður en síðasti leikurinn hófst var fólk orðið þreytt og nennti varla að fara í “defend and attack” sem ég kaus að kalla “defend the castle” dno why :S Þar vann liðið mitt báða helminga og vann ég helmingin þar sem við áttum að verja húsið. :D

Svo þegar allir leikirnir voru búnir þá fórum við uppí húsið og fórum úr þessum fötum og tókum þessar grímur af okkur sem voru okkur öllum til ama þar sem við höfðum alltaf þurft að taka grímupásu eftir leik til að þurkka af helv"$&$% grímunni. En við vorum sátt eftir góðan dag. Allir með einhverja marbletti nema ég því það sprakk ekki ein kúla á mér þær hoppuðu allar af.

Með þessu vil ég þakka starfsmönnunum á paintball svæðinu innilega fyrir þolinmæðina þar sem við vorum ekkert auðveldur hópur að ráða við. :D

Og já mín fyrsta reynsla af paintball var æði! :D ætla Pottþétt að fara aftur ! :D