Það væri fínt að heyra svona hvernig hlutirnir eru að ganga hérna á skerinu :)

Eru kominn eitthver lið ?

Er eitthvað af fólk sem fer að spila 2 sinnum eða jafnvel 4 sinnum í mánuði ennþá ?

Ég er bara búin að fara einu sinni og það var þvílíkt gaman. Fullt af marblettum en hverjum er ekki sama um þá :)

Er alltaf endalaust að gera ennþá á þessum paintball völlum ?

Það vantar meira af fólki sem skrifar það sem það veit hérna á huga.

Mig langar þvílíkt að fara að spila aftur. Peningar eru vandamál en hægt að redda stundum. Flestir vinir mínir tíma ekki að fara aftur í paintball. Þeim fannst þetta geðveikt stuð og allt það bara já fólk á ekki 8000-10000 kall bara til að eyða í 3 klukkutíma fjör. Hægt einu sinni en erfitt að tíma því aftur.

Fleiri spurningar :

Ef ég kaupi mína eigin byssu hvar má ég nota hana ? Leifa vellirnir þér að koma með eitthverja pro byssu og drepa alla newbieana á vellinum eða…..

Hvaða byssur eru vinsælastar í dag (á ásættanlegu verði sko) ?

Hvað kosta kúlur ?
Hvað kosta kúlur á völlunum ?
Má koma með sýnar eigin kúlur ?
Ef ekki afhverju þá að kaupa sér kúlur ?
Hvað er fólk að skjóta mörgum kúlum í einum leik ?
Hvað kostar inná vellina ?
Mun eitthvað kosta inná félagsvellina (fyrir utan félagsgjald) ?
Ef ég minn búnað alveg sjálfur þarf ég að borga jafnmikið inná vellina ?

Einsog þið sjáið er alveg helling sem ég veit ekki og langar að vita áður en ég skelli mér útí þetta. Fyrst að sjá hvort ég hafi efni á að stunda þetta sport.

Kveðja DeadlyShadow