Fréttatilkynning sem K2 og Worr Games Products sendu frá sér í gærkvöldi sagði frá því að K2 hefði keypt WGP, fyrirtækið að baki Autococker merkjaranum.

Forsaga þessa er að Brass Eagle keypti JT og Viewloader, en síðan keypti K2 Brass Eagle.

Nú eru því þessi fyrirtæki og vörumerki þeirra öll á sömu hendi. K2 er stórt fyrirtæki í útivist og jaðaríþróttum, þar á meðal mótokrossi og fjórhjólum.

Það er alveg ljóst að Bud Orr hefur ekki selt fyrirtækið sitt til K2 nema hafa einhverjar tryggingar fyrir því að Autococker yrði áfram flaggskip gæða og áreiðanleika. Af umræðum á korkum úti í heimi eru menn að vona að samstarf WGP og Planet Eclipse með E-Blade rafmagnsgikkinn haldi sömuleiðis áfram, því þessi gikkur, sérsmíði Eclipse á Autocockerum gerir þá merkjara með þeim bestu sem þekkjast.

Brass Eagle er þekkt fyrir ódýrustu merkjarana og alþekkt að gæði þeirra eru ekki sambærileg við dýrari græjur. Vonandi munu þessi fyrirtæki áfram verða rekin sem sjálfstæðastar einingar þannig að hver geti haldi fókus á það sem gert er best en ekki sameinað í einhvers konar miðjumoð sem engum gerir gott.

kv,
Guðmann Bragi