fimmtudaginn 8.apríl fór ég með 31 árs föður mínum sem hefur reynslu af þessu og félögum mínum í 10.bekk í paintball sjálfur er ég í 9.bekk við félagarnir kíktum í fossvogsdalinn.

þetta var ótrúleg reynsla svitinn var gífurlegur ég fór strax heim og setti þetta í áhugamál því ég viet það bara núna að ég ætla að stunda þetta þegar ég kemst á aldur mér er búið að langa þetta síðan ég var 12 ára og þá kom að því ég endaði með 3 marbletti alla á sama handleggnum þannig ég er að drepast þar ég var skotinn af svona 3 metra færi beint í hægri handlegginn ekkert svo rosalega gott
fyrir þá sem hafa aldrei farið í þetta þá mæli ég eindregið með því að þið kíkjið á þetta þetta er ógleymanleg skemmtun. Það sem gerist þarna þú hringir og pantar tíma og mætir samkvæmt pöntun og dressar þig upp það kostar held ég 2000-2500 að leigja byssu með 100 skotum í og galla svo kosta 100 kúlur auka 1000 kall hylkið. Þú getur leigt “Sniper byssu” sem er ekkert mikið betri fyrir 2000 kall en það er ekkert svo gáfulegt hún skýtur bara aðeins betur. En allavega eftir að þú ert búinn að “gear-a” þig upp þá sestu í stóla og leiðbeinandinn útskýrir hvað á að gera og skiptir ykkur í lið það er yfirleitt spilað 8 leiki eða fleiri hjá mér voru spilaðir 8 leikir “Elimination”, “capture The Flag” og “Defend The House”. Allar þessar leikjatýpur eða hvað sem ég á að kalla þetta eru skiptar í 2 lið í “Elimination” þá er eitt liðið sem byrjar bakvið bunker einum meginn við skurð og hitt liði hinum meginn í öðrum bunker svo eiga þau bara að skjóta hina þangað til allir eru úr. Ath. ef skot fer í byssuna, skóna eða einvhersstaðar þannig að það komi litur á þig þá ertu úr. Í “Capture The Flag” þá er kofi í miðju vallarins eða inní húsi (fer eftir völlum) liðin byrja í jafnri fjarlægð við fánann og eiga að hlaupa og ná honum og hlaupa með hann yfir til andstæðingsins svo einfalt er það. Í “Defend The House” byrjar eitt liðið inní húsinu og það lið er bara með eitt líf en andstæðingar þeirra eru með endalaust af lífum en þurfa að hlaupa á byrjunarstað sinn og þeir sem eru að verja húsið eiga að fela sig einhverstaðar inni og halda út í 6 mín. þannig það er eins gott að þrauka!
Það eru pásur á milli og allt þannig. Ég ráðlegg ykkur þeim sem eru ekki búnir að prófa að taka með ykkur vatnsbrúsa hálfan líter annars bara þornið þið upp í svita og þreytu treystið mér það þarf og alls ekki vera í úlpu innan undir öllu þó að það deyfi sársaukann sem kemur þegar kúlurnar fara í ykkur þá er það ekki þess virði að finna fyrir köldum svitanum hanga í peysunni þegar þið farið úr annars svitnið þið eins og ands. og alls ekki taka af ykkur grímur í leik þótt það safnist mikil móða á glerið. Áður en það er byrjað hafið þið tækifæri til að bera á móðufrítt efni og taka með ykkur pappír í vasann til að þurrka ef það sést ekkert út.
En þetta er mín reynsla ég mæli persónulega með því að fólk skelli sér í þetta og fái að finna fyrir því og láta félaga sína kenna á því.