Áður en ég byrja á þessari grein vill ég taka fram að ég er nýr þáttakandi í litbolta á íslandi og ástæða mín fyrir að skrifa þessa grein er álit almenings sem ég hef tekið eftir áður og eftir að ég byrjaði að spila.

Viðhorfið sem ég hef fundið fyrir er marskonar, drápsleikur, hermannaleikur eða einfaldleg kábójar og indjánar. Fólki dettur einfaldlega ekki í hug að það séu menn þarna úti sem keppa í þessari íþrótt, það dettur engum í hug að íslendingar áttu lið á stóru móti í London seinasta haust.

Ég minntist á það við móður mína þegar ég var í heimsókn hjá henni um daginn að ég hefði keypt mér litbolta græjur, hún sýndi þessu smá áhuga og fór að spyrja mig útí þetta. Fljótlega sá ég í augunum á henni að henni fannst þetta soldið barnalegt.

Kannski hefur hún séð fyrir sér litla sonin á róló í gamla daga hlaupandi um með litla plast skóflu að leika sér í bófar og löggur, og um leið og einhver datt niður á flottan hátt fékk hann libna við pillu.

Hvað sem hún hefur sér fyrir sér að þá er það al-örugt að hvern sem maður talar við sem hefur ekki kynnt sér málið sérstaklega sér litbolta sem stríðs/löggu leik fyrir fullorðna menn. Og í einstaka tilvikum er alltí lagi að hleypa fram dýrslegum hvötum og fá fyrirtækið til að fara í smá aksjón í kópavoginum. Hver vill jú ekki skjóta yfirmannin.

Margt hefur verið gert til þess að reyna að stemma við almenningsáliti hérna sem og annar staðar í heiminum. Fyrsta sem ég tók eftir voru þau orð sem eru notuð yfir verkfærin sem eru notuð eða “merkjarar” í staðin fyrir “byssur”.

Þetta eru einmitt ekki vopn og á ekki að hugsa um þau sem slík. Það næsta sem ég tók eftir var að í litbolta “merkir” maður andstæðinginn, það er enginn “drepinn” í litbolta.

Ég veit að þetta hljómar eins og einhver sérviska enn þetta er í raun lykilhlutur fyrir því að þessi íþrótt geti hasslað sér einhvern sess hérna á íslandi.

“Hafðu alltaf í huga að íþróttin litbolti mun verða dæmd eftir öruggri og íþróttamanslegri hegðan þinni.”

Þessa línu fann ég efst á blaði þegar ég byrjaði að lesa handbókina fyrir merkjaran minn. Góð regla fyrir hvaða íþrótt sem er, hvort sem hún er fótbolti, box eða litbolti. Þessa reglu held ég að flestir litbolta spilarar á íslandi haft að leyðarljósi síðan íþróttin byrjaði hérna hjá okkur, jú nokkur mál hafa komið upp þar sem “óvitar” hafa misnotað merkjara. Enn þau hafa sem betur fer ekki verið mörg.

Spurningin sem ég er a velta fyrir mér er þessi. Er hægt að breyta áliti fólks á litbolta á þann háttin að það hugsi um litbolta sem íþrótt?

Fyrst þarf maður að spyrja sig hvað sé að skapa núverandi álit.

Liboltavöllurin í Lundi er stærsta andlit litbolta útávið á íslandi í dag, það keyra þúsundir íslendinga fram hjá litbolta vellinum á hverjum einasta degi og sjá skilti merkt litbolta og þeir sjá sóðaskap. Ég vill taka það fram að ég er ekki að ráðast gegn Lundi, þeir hafa rekið ágætis starf fyrir litbolta samfélagið á íslandi. Enn það er samt staðreynd að þeir sem hafa keyrt þarna framhjá líta ekki litbolta stórum augum sem íþrótt.

Annað andlit litbolta eru myndirnar sem fyrirtæki og einstaklingar taka þegar þeir leigja sér völl og spila litbolta einn eftirmiðdag. Þarna standa heilu fyrirtækin og pósa í felu búningum og gera sig tilbúin til að ganga stríðsveginn, fara í víking eins og var gert í gamla daga.

Þriðja andlitið er það andlit sem fólk býr til sjálft, og það andlit er litað af of litlum upplýsingum. Fólk tekur það sem það hefur og setur það saman í einhverja súpu sem er gjörsamlega óskylt því sem er að gerast í raunveruleikanum. Stærstu efnin í þá súpu eru þau andlit íþróttarinnar sem ég minntist á hér fyrir ofan.

Felu búningar er að mér sýnist eitt af stærstu ágreinings efnunum á vefnum í dag í sambandi við litbolta, sumir segja allir í felubúning, aðrir segja allir fara úr þeim.

Vandamálið við felubúninga sem ég sé er að þeir eru hernaðarlegir í útliti, hérna geta margir sagt að herir búi ekki til þessa búninga til þess að gera hermenn hagi sér eins og hermenn heldur er þetta gert til þess að fela sig. Þetta er alveg rétt, enn málið er ekki í hvað þessir búningar eru notaðir heldur hverjir nota þá. Hermenn eru stærstu notendur felu búninga, rétt á eftir eru veiðimenn. Þannig að þegar fólk sér mann í felubúning þá mun það fá lánað það álit sem það hefur á þessum tveimur hópum og stimpla það á þann litbolta spilara og íþrótina í heild sinni í það álit.

Að vera í kanínu búning mun láta fólk halda að þú sért að leika kanínu, þó að feldurinn þeirra sé gerður til að halda þeim á lífi í erfiðum aðstæðum og fela sig í snjó.

Í raun er það mitt álit að það sé líklegast betra fyrir alla sem eru að spila að liðin væru frekar í appelsínugulum samfestingum heldur enn felubúning, jæja kannski soldlar ýkjur. Enn málið er það að á íslandi megum við ekki spila litbolta nema á samþykktum völlum og það er lítill sem enginn gróður á þessum völlum til að fela sig í.

Enn staðreyndin er sú að þegar kemur að því næst að reyna að fá styrk tilþess að senda lið erlendis á litbolta mót þá munu fyrirtæki mynda sér litla mynd í huganum af Lundi og fólki hlaupandi um í felu búningum að leika hermenn og hugsa “hey ég vill ekki láta mitt fyritæki vera sett í þetta samhengi”.

Ég hugsa að ef það væri hægt að sýna fólki hvernig íþróttin er stunduð erlendis þá væri hægt breyta þessu áliti, enn það er víst ekki hægt að setja auglýsingar og myndir af erlendum liðum á sjónvarpskiltið hjá kringlunni eða setja upp skilti á suðurlands brautinni.

Þetta er að ég held allt spurningum um umbúðir, í augnablikinu er litbolti í röngum umbúðum. Spurningin er hvort það sé hægt að breyta þeim og þá í leiðinni hvort það sé vilji fyrir því…

/Helgi