1) Við ætlum að spila…spila…spila og spila svo meira !!!!

2) Merkjarar fyrir félagsmenn
Eftir viku sendum við inn pantanir í Inferno merkjarana. Það tekur um 10 daga fyrir pöntunina að berast svo við munum spila fyrir lok mánaðarins. Þeir sem vilja vera með okkur í pöntuninni, hafið samband strax! paintball@simnet.is.

3) Völlur fyrir félagsmenn
LiBS hefur tekið vel í að fá LBFR í samstarf um vinnu við völl. LiBS er langt komið með að fá leyfi fyrir velli, svo þegar það er komið, munum við leggja fram sjálfboðavinnu okkar og vonandi einhverja peninga, hafi félagið þá til umráða, til að félögin geti í sameiningu útbúið sem bestan völl fyrir félagsmenn sína. Árgjöld félagsmanna munu nýtast þeim sjálfum beint, með skemmtilegri velli.

4) Mótaröð í sumar
Félagið mun standa fyrir mótaröð, bæði innanfélagsmót og svo mót milli félaganna. Okkur langar einnig mikið austur á Hallormstað að spila við félaga okkar í LBA.

5) Stofnun Landssambands Litboltafélaga
Félögin þurfa að stofna í sameiningu Landssamband Litboltafélaga. Slík samtök eru sterkasta aflið sem við höfum í viðræðum við yfirvöld, sérstaklega til að fá í gegn skráningu þeirra merkjara sem þegar eru í landinu. Til að Landssambandið verði sem sterkast, þá þurfa félögin að vera sem stærst. Þið sem eigið merkjara, gangið í Litboltafélag og greiðið árgjaldið. Það að geta sagt að það séu margir meðlimir í félögunum er þrýstingur á stjórnvöld.