Ég er búinn að fylgjast með síðunni okkar(ég kalla hana okkar vegna þess að þetta er væntanlega okkar áhugamál)í nokkrar vikur og ég verð að segja að ég er óánægður með hve fáir hafa skrifað inn á hana, ég ætla ekki að kvarta yfir því vegna þess að það hefur ekki neitt upp á sig.

Ég vill heldur hvetja alla litbolta unnendur að sýna lit(he he) og mæta á aðalfund LBFR sem verður haldinn á þórscafe fyrsta mars.

Ef við ætlum að gera eitthvað úr okkar íþrótt þá er þetta tíminn til að koma saman og gera eitthvað í því, ég vill að litbolti verði að einhverju sem lifir og við erum fólkið sem látum það gerast, ef ekki við hver þá? ekki stjórnvöldin á okkar blessaða landi.

Farið nú eftir ykkar samvisku og mætið, því ef ekki verður góð mæting þá verða fáir sem ráða og allir aðrir kvarta, en þið sem ekki mætið hafið ekki rétt á að kvarta lengur ef þið takið ekki þátt í uppbyggingu þessarar íþróttar, og fyrsti mars er rétta stundin til þess.

með von um brjálað litbota stríð í framtíðinni.

Gyzmo
(LBFR)