Ný gerð af macroline slöngu og tengjum Ég er komið með nokkuð af nýrri gerð af macroline tengingum og slöngu. Ég frétti af nokkru sem hefur gert mig að nokkru áhyggjufullan og með þessum nýju tengingum má létta þeim áhyggjum af mér og fleirum sem hafa notað macroline.

Munurinn á þessari nýju gerð og fyrri gerðum er að það er 100% vissa fyrir því að þessi gerð þoli þrýstinginn af kolsýru og þrýstilofti.

Kolsýran gefur um 850 punda þrýsting á fertommu við eðlilegar kringumstæður. Ef kúturinn ef yfirfylltur eða hitnar í sólarljósi getur þrýstingurinn í honum farið upp í 1200 pund. Þessi þrýstingshækkun getur einnig gerst í leiðslunum þegar skotið er ört, köld kolsýra fyllir leiðslunar, svo er beðið í smá stund, á meðan hitnar kolsýran og þrýstingurinn hækkar.

Venjulegir þrýstiloftstankar sem skrúfaðir eru í á sama hátt og kolsýrutankar gefa frá sér 800 - 850 punda þrýsting. Kosturinn við þrýstiloftið er að það verða ekki toppar eins og á kolsýrunni.

Þessar venjulegu macroline tengingar og slöngur eru gerðar til að vinna á 230 punda þrýstingi, sem þýðir að þær gefa sig við 690 pund. Það að við séum að keyra 800 - 850 punda þrýsting á þessum búnaði er því ekki öruggt.

Þessi nýja gerð er hönnuð fyrir að vinna með 900 punda þrýsting og gefa sig ekki fyrr en þrýstingur er kominn yfir 2700 pund. Öryggisventillinn á þrýstiloftskútum með 800 punda útþrýstingi gefur sig við 1800 pund, þannig að tankurinn blæs fyrst þar áður en línan springur, skyldi eitthvað bila.

Þetta á ekki við um Shockerana þar sem þeir keyra 170 - 230 pund út af regulatornum inn á merkjarann. Það er því í lagi fyrir þá að nota þessa gömlu gerð.

En þeir sem taka þrýsting beint af kútum sem skrúfaðir eru inn í skeftið inn í merkjarann eða annan regulator með macroline ættu endilega að hafa samband við mig hið fyrsta.

Takið eftir muninum á myndinni. Hálsinn er mun lengri, hann er með tveimur þéttingum og það skiptir máli að stinga alveg í botn því önnur þéttingin er við botninn. Einnig er o-hringur við rónna og hún myndar kraga þannig að það er alltaf vitað hve langt á að skrúfa inn, þ.e. alveg í botn þannig að olnboginn komist ekki lengra hinn því hann stoppar á o-hringnum og kraganum.

Settið af tveimur olnbogum og allt að 40 cm af slöngu kostar 3000 krónur.

kv,
Guðmann Bragi Birgisson
gudmann(at)simnet.is