Ég og vinir mínir bókuðum paintball völlinn í Kópavogi og ætluðum að fá að prófa þetta,enginn hafði áður farið í paintball og fólk voða spennt.
Allt byrjaði vel,við fengum leiðsögn hjá mjög hressum gaur og við fengum byssur og búninga og allt.

Fyrst fórum við á litlan völl og fyrstu leikirnir 2 voru mjög skemmtilegir og allt lofaði mjög góðu.En síðan voru spilaðir aftur 2 leikir á litla vellinum en það var ekki eins gamann.Þá byrjaði móða að safnast á gleraugunum sem maður fékk og gaurinn sem var þarna úti með okkur var ekki mjög sveigjanlegur á að leyfa okkur að fara afsíðis og þurka móðuna af en leyfði það nú eftir smá stund.Eftir 4 leiki fórum við inn í pásu flestir áttu mjög fá skot eftir og keyptu sér meiri skot en margir voru ekki með pening fyrir meiru því ekki var reiknað með því að þetta væri svona dýrt.Þegar að allir fóru út aftur og ætluðu að taka byssurnar sínar varð mikið mixup með allar byssurnar en flestir fundi síonar byssur nema vinur minn sem var með fulla byssuna af kúlum þegar hann kom inn en það tók einhver hanns og hann var látin hafa tóma byssu og hann kvartaði en svarið sem hann fékk frá dómaranum var einfaldlega “svikin þú” og ekkert gert til að leiðrétta þetta

En síðan vorum við látin fara í eitthvað hús og var það geðveigt gamann en þetta hefði verið miklu meira gamann ef að maður hefði séð eitthvað því allir áttu í vandræðum með helvítis gleraugun,móða,skítur eða eitthvað annað.
Síðustu 3 leikina sá enginn rassgat og flestir voru orðnir skotlausir og þannig að þetta voru mest bara platskot út í loftið sem var bara hundleiðinlegt.

Þetta var mjög gamann en ekki 5000 kalls virði og fannst mér ekki vera nógu vel að þessu staðið,fílutónn í dómaranum,byssurnar voru að bila og skjóta helvíti skakt og svolleiðis.


Takk fyri