Helgina 13-14 september var paintball mót framhaldskólana.
Samkvæmt þvi sem ég vissi átti að byrja kl 1:00 en ekki var byrjað fyrr en um 3 leytið, vont fyrir okkur í fsu því við mættum um kl 12. Enn allavega þá vorum við þarna og gerðum okkur tilbúnna til að taka æfingaleiki en svo fór að aðrir urðu á undan okkur til að byrja að æfa. Svo loksins þegar við máttum fara að æfa þá gátum við það ekki þvi það var verið að fylla á alla loftkútana til að hafa þá tilbúnna fyrir keppnina, sem gerði ekki mikið gagn því samtals tæmdi fsu liðið minnstalagi 12 kúta í 12 leikjum. En allavega skemmtu við okkur mjög vel í öllum leikjum og spiluðum vel og gerðum ekki neitt til að pirra hina.
Einn leikur okkar var hins vegar ekki skemmtilegur. Það hefði átt að taka annan leik í staðinn því dómarinn var úti að aka og ekkert að fylgjast með. Einnig tæmdu 2 liðsmenn loftkútana sína og dómarinn labbaði rólegur til þeirra, ekkert að flýta sér. Þegar dómarinn var að laga byssur hjá öðrum þeirra kom einn af andstæðingunum og skaut þann sem var hjá dómaranum. Samkvæmt reglum þá er leikmaður “stick free” eins og það kallast, en það er að þótt leikmaður sé skotinn þá má hann halda áfram, dómarinn lét leikmanninn hætta. Eftir það fór dómarinn mjög mjög rólega til hins leimannsin til að redda honum. Svo þegar dómarinn var búinn að redda þeim síðari fór hann til baka og skaut einn liðsmanninn í fésið. Mér finnst að FSU hefði átt að vinna þennann leik því ef ekkert af þessu hefði gerst hefðum við getað tekið þá… eða alla vega átt möguleika á því. :P
Við í FSU skemmtum okkur vel þarna þrátt fyrir ósanngjarna leikinn okkar en við hefðum viljað taka fleirri leiki á stóra vellinum. Við giskum á að við höfum eitt 12 loftkútum mjög líklega meira og 5000 skotum og kannski meira.
FSU liðið þakkar öllum hinum liðunum fyri góða og drengilega keppni, nema MR, því þeir skutu einn okkar af 2 metra færi 3-var í fótlegginn með “sniper”. Einnig biðst einn okkar afsökunar á því að skjóta 5 skotum úr 2 metra færi í einhvern frá laugarvatni, fyrirgefðu:(
Allavega þökkum við liðunum og starfsfólki þarna fyrir frábært mót og við vonum að það verði jafn gott á næsta ári eða jafnvel betra…
Takk fyrir.