Við erum að vinna í því að fá hingað erlendan atvinnumann til að vera yfirdómari á mótinu. Hann myndi einnig taka fólk í þjálfun og kennslu á sunnudeginum, daginn eftir mót.

Þetta myndi kosta þrjú þúsund á mann, þáttakan í þessum þjálfunardegi, það verður takmarkaður fjöldi sem kemst að, líklega innan við 20 manns.

Dagssetning mótsins yrði síðasta helgi í september eða fyrsta helgi í október, það fer þó eftir hvaða helgi atvinnumaðurinn gæti komist til landsins.

Gjaldið fyrir þennan dag myndi borga fyrir farmiða þjálfarans hingað til lands og upp í gistingu, þannig að þeim verður vel varið.

En til að við vitum hvort dæmið gangi fjárhagslega upp þurfum við að vita hve margir myndi mæta.

Sendið tölvupóst á paintball@simnet.is þar sem þið látið vita hvort þið mynduð taka þátt. Lítið á skráninguna sem bindandi, því við reiknum með peningunum ykkar til að dæmið gangi fjárhagslega upp.

kv,
Guðmann Bragi
LBFR