Nú er stefnan að halda mót.

Mögulegar tímasetningar eru síðasta helgi september eða fyrsta helgi október.

Völlurinn yrði loftbelgjavöllur Engils ehf. Mótsgjald yrði eitthvað pr. mann en þó léttvægt.

Formatið er 5 manna lið, allir keppa við alla, keppt upp á stig og stigahæsta lið í lok móts vinnur, eða tvö efstu liðin taki 3 leiki til að skera úr á milli þeirra sem úrslit.

Gert er ráð fyrir að mótið tæki heilan dag, eða 5 - 6 klukkutíma, frá snemma morguns fram eftir síðdegi.

Þó fer þetta eftir fjölda liða sem taka þátt.

Þess vegna þurfa lið nú að taka sig saman og láta vita af áhuga svo skipulagning gangi betur.

Merkjarar og útbúnaður yrði til leigu fyrir þá sem ekki eiga eigin búnað. Munið að Suddarnir urðu í 3 sæti á sumarmótinu í fyrra með leigðar græjur.

kv,
DaXes|LBFR