Litboltafélag Reykjavíkur auglýsir eftir tillögum að merki (lógó) félagsins.

Merkið þarf að vera skýrt og greinilegt og má ekki missa skýrleikann þegar það er smækkað, bæði í prenti og á skjá.

Merkið þarf að vera í spot-litum, ekki graderað í fjórlit.

Litir þurfa að prentast vel í CMYK og koma vel út á skjá í RGB.

Merkið þarf að koma vel út í monochrome, bæði svart á hvítum fleti og hvítt á svörtum fleti.

Tillögur sendast sem 300 dpi Photoshopskrár, eða sem Illustrator- eða Freehandskrár á paintball@simnet.is. Skráin skal innihalda merkið bæði í litum og monochrome.

Stjórn LBFR mun fá auglýsingateiknara og aðra fagmenn í prent- og auglýsingateiknun, sér til aðstoðar við að leggja mat á tillögurnar.

Stefnt er að því að leggja 3 - 5 bestu tillögurnar fyrir félagsfund til atkvæðagreiðslu. Höfundar þeirra merkja munu þar geta kynnt merki sín.

Stjórn áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum.

Verðlaun eru engin fyrir utan heiðurinn.

kv.
DaXes