Ég las greinina Reglur lögreglu “lýðveldisins” Íslands og einnig umræðuboxin undir henni, og mér fannst að ég yrði að skrifa örfá orð um þessa umræðu.

Xavier eins og vanalega var ötull talsmaður okkar sem spilum þessa íþrótt, ef fleirri litboltaunnendur myndu kynna sér hvað er að gerast í kring um þessa íþrótt og hvernig hlutir munu þróast í framtíðinni þá held ég að fyrrnefnd grein hefði orðið töluvert styttri.

til að svara nokkrum spurningum greinarhöfunds og hinna svarenda þá skal ég segja ykkur svolítið, litbolti er það ný íþrótt (a.m.k löglega) að yfirvöld vilja skiljanlega hreyfa sig hægt, gott dæmi er að um daginn sá ég þátt í sjónvarpinu þar sem fjórir strákar tóku merkjarana sína og fóru á fyllerí og skutu á vegfarendur, ég var að horfa á þetta með foreldrunum mínum og fékk skiljanlega kommentið: já þið eruð semsagt svona að skemmta ykkur í litbolta.
Það sem við þurfum að gera er að sýna þolinmæði og sanna fyrir yfirvöldum og öðrum þrýstihópum í landinu að við erum ekki bara óvitar heldur ábyrgt fólk.

Með verðið hef ég þetta að segja, að byrja með nýja hlut sem er umdeildur er alltaf erfitt hvort sem þú ert einstaklingur eða fyritæki, bíðið í ár og kvartið síðan yfir að þessi íþrótt sé dýr.

Og með kickboxið, ég man ekki betur en að það hafi tekið mörg ár að koma því í gegn.


Sjáumst á vellinum
Gyzmo
(LBFR)