Stjórn LiBS bað mig að koma eftirfarandi á framfæri….
=======================

Fundurinn verður haldinn að Vesturbraut 17 í Reykjanesbæ, kl. 20:00, mánudaginn 14. apríl.


Nú ætlum við að halda Fund fyrir meðlimi LIBS.

Fjallað verður um eftirtöld málefni

1, Styrkur til Litboltafélags Suðurnesja

2, Kynning LiBS á kynningarviku T.B.S, Tómstundabandalag Suðurnesja.

3, Félagsgjöld, kynning og athugasemdir

4, Tilvonandi mót sumarið 2003/ Tillögur

5, Farið verður yfir málefni “Hússins”, leyfi og þær breytingar sem við þurfum að framkvæma

6, Önnur mál, upp borin að lokinni dagskrá.

Við biðjum um að allir félagar reyni hvað þeir geti til að mæta, því rædd verða málefni sem skiptir félagið og framtíð þess miklu máli. Til að styrkveiting frá Reykjanesbæ, sem er raunhæfur möguleiki, gæti orðið, þarf félagið að vera öflugt og mannmargt. Því þarf að skrá niður félagsmenn í félagatal. Ekki er verið að innheimta félagsgjöld að sinni.

Því fleiri sem meðlimi sem félagatalið inniheldur, því líklegra er að félagið fái styrk.

Þeir sem ekki geta mætt, en vilja láta skrá sig sem félaga, geta sent Sveinbirni skilaboð á hugi.is, notendanafnið er “Sveinbj”.

================
kveðja
fyrir hönd stjórnar LiBS
Guðmann Bragi