Nú er komið að því að panta fyrir vorið, gengi dollarans er sérstaklega hagstætt núna og gott að nýta sér það. Þeir sem hafa áhuga á að panta eitthvað, endilega sendið póst á paintball@simnet.is.

Paintballgear.com (pbgear.com) er hluti af stórri vefverslun með “extreme sports” vörur sem heitir Action Village.

Þar eru nú stórgóð tilboð á Spyder merkjurum sem eru vel þess virði að skoða.

Það hafa um 30 manns svarað könnun á hugi.is/litbolti á þann veg að þá langi í merkjara, nú er tækifærið til að standa við það.

Venjulegir Spyderar, nú hefur selst ein og hálf milljon eintaka af þessum merkjurum. Þetta eru langvinsælustu merkjarar heims, enda eru þeir traustir og áreiðanlegir og um leið ódýrir.

Nánari upplýsingar eru á þessum síðum.

http://www.kingmanusa.com/spyder/index.html

http://store.yahoo.com/actionvillage/paintball-guns-k ingman-paintball-guns-kingman-semi-auto-spyders.html

Compact Deluxe 13.500
Victor 14.800
Sonix 15.900
Java 17.800
Compact 2 in 1 17.100
Aggressor 19.500
TL+ 19.500
Classic 18.500
Shutter 23.100
Xtra 19.500

Elektrónískir Spyderar, Kingman Sponsorar Pro-liðið Bad Company sem notar eingöngu Spyder AMG og þeir standa sig svo sannarlega á mótunum.

http://www.kingmanusa.com/section/emarker/i ndex.html

http://store.yahoo.com/actionvillage/paint ball-guns-kingman-paintball-guns-kingman-electronic-spy ders.html

ESPRIT 19.500
Imagine 24.500
E-99 26.700
Flash 25.500
Flash LCD 31.500
AMG Classic 31.500
AMG LCD 37.500
Electra 34.500
Electra DX 39.800

Aðrir merkjarar :
Tippmann m98 custom - black 22.400
Autococker vertical 2003 50.600
Autococker Outkast 67.400

Kolsýra og loft :
Action Village er með mjög gott úrval loftkerfa, hér hef ég valið PMI kút eins og ég hef átt lengi og líkað mjög vel. Loft er miklum mun betra en kolsýra og þeir sem spila reglulega ættu að huga vel að því að uppfæra úr kolsýru í loft. Þeir sem eru að hugsa um elektróníska merkjara ættu skilyrðislaust að fá sér loft.

20oz CO2 pin valve 6.000
PMI 47ci 3000psi HPA 14.000

Hopperar :
Venjulegur VL200 er fínn fyrir ódýru spyderana. Electrónískir ættu að fá sér VLRevo, þeir kröfuhörðu sætta sig ekki við annað en X-Board.

VL200 2.500
VLRevo 9V 5.300
VLRevo 12V X-board 7.300

Grímur :
JT Spectra grímurnar hafa verið með vinsælustu grímum sem um getur. Henta öllum og ganga vel yfir gleraugu, séu þau notuð.

JT Spectra Thermal 6.600
JT Flex-7 Thermal 8.300
JT Flex-7 Thermal IZE 9.100

Aukabúnaður :
Gott er að eiga squeegee og smurolíu. Það kemur barrel plug með merkjurum en barrel sock er betri. Drop forward er nú þegar á nokkrum nýjum gerðum merkjara, en það flytur loftkútinn neðar og framar og jafnar þannig þyngdardreifingu og gerir auðveldara að miða.

Straight Shot Squeegee 14'' 2.000
Gold Cup oil - 1 oz 900
Barrel sock 1.500
Shocktech drop forward króm 5.500
Shocktech drop forward svart 3.900
Custom Cylinders x45 drop sv 2.900

Kúlubelti :
Allir í keppnum erlendis nota belti undir kúlur sem snúa pottunum lóðrétt, þar sem þeir eru togaðir niður úr beltinu. Dye Attack pack og Redz Dimension eru topparnir á þessum beltum. Dye beltið rúmar 5 potta, Redz beltið rúmar einnig 5, en er með lykkjur fyrir 4 til viðbótar, samtals 9.

Verðin innifela 5 eða 9 glæra 140 kúlu potta.

Dye Attack Pack- 5 Pot Black 10.500
Redz Dimension Pack 5.4- 5 Vert + 4 Loop Black 13.600
Extreme Rage 5 Pak Harness 7.600

Bakpokar fyrir litboltadót :
Það er mikill munur að eiga góða tösku sem rúmar allt dótið. Ég á svona Raven day pack, þetta er millistór bakpoki sem rúmar merkjara, grímu, loftkút og alla aukahluti. Raven Backpack er mun stærri, rúmar utanyfirföt eða heilan kúlukassa með meiru, er með sérstífu hólfi fyrir grímuna, tveir ytri vasar rúma stóran loftkút hvor, það eru fjögur sérsaumuð hólf fyrir hlaup.

Raven Day Pak Black 7.600
Raven Backpack- Black 11.200
JT Backpack SUV 2002 7.500


www.actionvillage.com er með gífurlega mikið úrval af litboltavörum og það er sjálfsagt að panta það sem ykkur langar í, þó það sé ekki á þessum lista hér að ofan.

bestu kveðjur
Guðmann Bragi