Sælinú. Nýkominn með Kubuntu á fartölvuna mína eins og glöggir lesendur hafa líklega tekið eftir hér tveimur þráðum neðar eða svo. Eitt sem ég hef tekið eftir er að það heyrist ekki jafn hátt í hátölurunum á henni og áður, þegar ég var með Windows á henni. Við erum að tala um að ég heyri varla í henni ef ég sit með hana á lærunum og hljóðið í botni, ef lagið er ekki mjög hávært (eins og t.d. rólegir kaflar í klassískri- og kvikmyndatónlist).

Kann einhver ráð við þessu? Tölvan er Dell Inspiron 1520 ef það skiptir einhverju máli.
Peace through love, understanding and superior firepower.