Daginn,
ég er við það að fjárfesta í nýrri vél og langar að prófa að setja e-ð Linux kerfi á hana, dual bootað með Windows. Gallinn er sá að ég hef sama og ekkert notað Linux og hef ekki hugmynd um hvaða útfærslu ég ætti að taka. Ég hef séð fullt af nöfnum sem ég veit ekkert hvað eru: Ubuntu, Kubuntu, Debian, Red Hat, Gentoo, KDE, Gnome, Mandrake/Mandriva (það er sami hluturinn, right?) o.s.frv. Er einhver góðhjartaður þarna úti sem getur útskýrt fyrir mér muninn á þessu öllu saman og mögulega mælt með einhverju fyrir algjöran byrjanda sem er ekki vanur neinu nema Windows?

Og svona í leiðinni - getið þið útskýrt hvaða kosti Linux kerfi hafa fram yfir Windows? Léttari í keyrslu hef ég heyrt, gefa notandanum öflugri tól en hvernig þá og hvað fleira?

Annað - hvernig er það þegar ég dualboota vél - hef ég aðgang að fælum og forritum sem eru “hinum megin”?
Peace through love, understanding and superior firepower.