Það er þannig að ég er að reyna að setja up Gentoo hjá mér.
Ég er með tvo harðadiska, gentoo finnur þá báða og allt fínt. Ég deili þeim niður eins og sýnt er í handbókinni á www.gentoo.com(32 mb partition boot, 512 mb swap, og svo restin root, u.þ.b 35 gb).

Þegar það kemur að því að ég mount-a partition á rétta staði, þá er ég nokkuð viss um að ég geri allt rétt.

En svo þegar ég var búinn að emerge-a kernelinn og eitthvað meira, þarf ég að setja einhverjar skrár í boot, og þá kemur “Access denied: Read only filesystem.”
Þannig að ég gerði “ls /boot”(Var búinn að gera chroot), og þá fæ ég lista yfir skrárnar sem eru á windows partition-inu.. Sem er náttúrulega alveg út í hött.

Ég hef gert þetta tvisvar - Fyrst hélt ég að ég hefði sett /dev/hda1 á /boot, staðinn fyrir /dev/hdb1. En í annað skiptið var ég alveg 100 % viss, og passaði mig að gera það ekki, en samt gerist þetta.

Einhverjar tillögur?

Öll hjálp vel þegin.