Gleymt lykilorð
Nýskráning
Linux

Linux

2.474 eru með Linux sem áhugamál
7.446 stig
187 greinar
1.848 þræðir
25 tilkynningar
13 pistlar
119 myndir
134 kannanir
11.260 álit
Meira

Ofurhugar

add1 add1 882 stig
JReykdal JReykdal 412 stig
smeppi smeppi 130 stig
JonGretar JonGretar 102 stig
source source 84 stig
cull3n cull3n 80 stig
Dafoe Dafoe 76 stig

Stjórnendur

Hér koma stuttar leiðbeiningar sem útlína hvernig installa megi Ubuntu Linux

Maður býst við að ef fólk skilur á annað borð þessar leiðbeiningar þá viti það um hættuna sem felst í því. Hún er þó að mestu tengd því að hreinsa "óvart" allt útaf hörðu diskum. Maður má til með að minna fólk á að fara varlega.

Efst á þessari síðu má sjá fáeinar útgáfur af Ubuntu, veljið þá sem hentar best. LTS útgáfur eru mest stabílar og nýrri útgáfur eru fullkomnari (þurfa betri vélbúnað).

Næsta síða ætti að sýna image download síðu. Ef í efa, þá skal bara velja Desktop PC. Hitt er svo bara eftir örgjörvanum, en í flestum tilvikum virkar x86 bara mjög vel.

Þá hefst downloadið og ætti það að taka X tíma. Eftir það endar maður með iso skrá sem þarf að brenna á disk, burn as iso, eða eitthvað í þá áttina. Það er ekki nóg að hafa bara disk með linux.iso. Image skrár (eins og td iso) eru "myndir" af diskum (eða svæðum á diskum, sjaldgæfara) og það þarf að brenna myndina, ekki skrána. Þannig fæst "upprunalegi" diskurinn, án þess að þurfa að snerta upprunalega upprunalega diskinn.

Athugið að þetta getur verið pínu vesen og misjafn process eftir því hvaða brenniforrit maður notar..

Einnig er líka hægt að nota USB kubba í staðinn fyrir geisladisk. Þá eru til þess notuð spes forrit, til dæmis UNetbootin.

Nú eftir að diskurinn hefur fengist þá er honum einfaldlega smellt í og tölvunni rebootað (restartað). Þá ætti eftir fáeinar mínútur Linux skjáborð að smellast á skjáinn og þar að finna Install skrá sem leiðir fólk í gegnum þann mjög einfalda process sem það er orðið, að installa Ubuntu.

Passið ykkur bara að formatta ekki eitthvað mikilvægt! 
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok