Ég hef verið að pæla í einu nýlega… WinXP er basically það skásta sem fólk er fast með til að spila leiki á borðtölvu (Vista er náttúrulega viðbjóður eins og maður er alltaf að heyra). En XP er samt vel pirrandi. Það er paranoid þegar kemur að LAN-security og það koma reglulega upp einhver oddities “Ó þessi leikur virkar ekki hjá þessum þó að hann sé með nákvæmlega sama setup og við allir hinir. Crap þá þurfum við víst bara að spila eitthvað annað fyrst hann getur ekki verið með.”

Basically það er hellingur af göllum og mausi sem maður þarf að deala við, ekki furða að flestir séu komnir út í leikjatölvur… =/ (hef ekkert á móti þeim þannig séð, bara vildi að ég þyrfti ekki að kaupa 2 high-powered tölvur, sé ekki af hverju ég ætti ekki að geta notað PC vélbúnaðinn minn í allt)


En já, ég hef verið með pælingar um sérstakt minimal OS sem maður bootaði bara upp fyrir leiki. Það væri open source og gert sem allra þægilegast fyrir leikjaframleiðendur að styðja. Að sjálfsögðu væri það svo líka ókeypis og eins lítið download og hægt er svo allir gamers gætu náð í það (reyndar gæti það líka fylgt á install disknum, svona eins og DirectX).

Sem sagt: Ekkert grenjað lengur yfir að öll borðtölvu OS séu ekki supported af einhverjum leik… allir boota bara upp þetta litla “GameOS” til að spila leiki.


Jæja þetta hljómar allt fine and dandy en hérna kemur sticky parturinn: Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta er raunhæft… Þannig að mig langar að spyrja einhvern sem veit meira um stýrikerfi en ég: VÆRI þetta raunhæft? GÆTI stýrikerfi verið lítið en samt leyft manni að henda inn nýjum leik á auðveldan og smooth hátt (s.s. án þess að nota command line eða neitt) og keyrt leikinn undir DirectX/OpenGL? Gæti stýrikerfi verið lítið en samt leyft manni að joina og hosta leiki á netinu án þess að maður sé viðkvæmur fyrir árásum?

Í stuttu máli, mér FINNST eins og það sé miklu meira af features í stýrikerfum nútímans heldur en þarf til að keyra leiki… eða hvað? Endilega einhver OS-guru, skín visku þinni á oss.

P.S. Fyrst google eru að fara að gefa út open source browser og ætla sér að sparka í rass á þeim markaði… ætli þeir myndu framkvæma þetta sem ég er að tala um? Meina það þyrfti trúlega stórt nafn til að koma þessu af stað, fá alla developerana til að styðja þetta…