Jæja ég ætla að gera stutta grein um hvernig ég fékk linux og svona, jæja þetta byrjaði allt með að windowsinn vildi ekki opna sig, var þannig í 2 daga.
Afi sagði mér að fá mér bara linux og að hann ætti Linux SuSE inní skáp, ég varð þvilíkt spenntur :)
En diskurinn vildi ekki installast, getið rétt ímindað ykkur hvað ég var pirraður.
En við reyndum að brenna ubuntu á disk, aftur og aftur, en ekkert virkaði,
ég restartaði tölvunni aftur og aftur, marg oft, en svo nenntum við þessu ekki lengur, og hann ætlaði bara
að tala við einhvern sem hann þekkir sem getur gert þetta.

Ég fór bara heim, og eftir 6 mánuði byrjaði ég aftur á að vesenast í þessu.
Brann svona 20 diska en ekkert virkaði, búin að prófa SuSE, Ubuntu og bara allt.
Svo fataði ég bara að googla þetta svo ég googlaði ,,Ubuntu install how to'' eða eitthvað þannig.
Þá fataði ég að ég og afi hefðum gert þetta vitlaust, við hefðum bara dregið .iso fileinn á diskinn, í stað að ,,burn image'':'D
Jæja eftir að ég var búin að Googla þá gekk þetta eins og í sögu, og núna er ég með Ubuntu og sé ekkert eftir að hafa tekið windows alveg út.
Svo núna er ég búin að fá afa, pabba og nokkra vini til að skipta, og bara stoltur af því.


Núna er ég í Linux sem er bara magnað og ég er ekkert að fara skipta á næstunni.
Samt mikið búin að vera pæla í að kaupa mer mac einhvern tíman, þá er ég búin að prófa allt.
Alla vegna.

Vona að þið hafið haft gaman af þessari grein,
Gerið einhverja korka og svona.
Ekkert líf á þessari síðu :/


-Krissinn :)
uMa