Linux og rekstarhæfni Sælir,

Mikið hefur verið rætt um stöðuleika Linux boxa í rekstri og margt er til í því að stýrikerfið sé stöðugt. Hins vegar hefur mér reynst örðugt að reka svona vélar í umhverfi þar sem rafmagnsfæðingin er ekki rock solid. Sem dæmi um slíkt umhverfi má nefna t.d. venjuleg heimili þar sem eldavél og hraðsuðuketill slá út öllu húsinu o.s.frv.

Skráakerfið ext2 hefur haft þann galla að eftir rafmagnsrof þar gjarnan að fsck-a diskinn áður en tölvan fæst til að hrökkva í gang. Með öðrum orðum, þegar tölvan vaknar aftur til lífsins rennin hún yfir diskinn, hugsar með sér “hér er eitthvað skrítið á ferðinni, hmm, best að benda notandanum á að logga sig inn sem root og keyra fsck /dev/hda1”.
Því spyr ég, hvers vegna í skrattanum gerir tölvan þetta ekki sjálf í stað þess að hanga óræst á þessum skjá?

Þegar ext3 kom í heiminn þá gladdist ég mjög og hélt að vandræði mín væru að baki. Ég hef keyrt þetta um skeið en lenti í krassi dauðans um daginn og viti menn, tölvan harðneitar að ræsa sig og hangir á í ræsingu. Ég geri mér grein fyrir því að sennilega er þetta allt minni vanþekkingu að kenna en hvergi finn ég nokkra umfjöllun um svona krass.

Því langar mig að senda inn skjámyndina í von um að fá einhverjar ábendingar um það hvernig ég get reist server vesalinginn minn upp frá dauðum (eða vonandi bara tímabundnu dauðadái).

Ástæða þess að þetta erindi er sent inn sem grein er tvíþætt:
1. Ég kann ekki að senda mynd inn á kork.
2. Hugsanlega mun einhver góðhjartaður Linux gúru senda inn slóðir á mannsæmandi lestarefni um Linux og skráarkerfi.
3. Það gæti skapast smá umræða um skráakerfi og hvernig sé best að setja upp netþjóna mtt. rekstrarhæfni og öryggis.

Að lokum: Það virðist vera töfralausn skv. mörgum korkasvörurum að uppfæra strandaða Linux vél upp um útgáfu af stýrikerfinu. Það kann að vera rétt í einhverjum tilvikum en er oft í raun aðeins dulbúið reinstall og því engin lausn í sjálfu sér. Vinsamlegast ekki koma með tillögu að því að ég færi stýrikerfið upp frá 7.3 í 8.x því ég er búinn að vera uppfærandi frá því í útgáfu 5.eitthvað og ef ég get ekki leyst þetta vandamál þá gefst ég endanlega upp og kaupi mér Makka eða eitthvað álíka.

kv, P