Furries and otherkin? Furries, FurryFandom, Fursuiters, Otherkin og drekar.
er til orð yfir ‘furry’ á Íslensku?

Ég er að forvitnast út í þessi furry mál hér á þessari littlu eyju. Ef einhvað er ekki mainstream, þá er það varla finnanlegt hér á landi.

Ég er veit alveg um allt þetta furry-hatur sem er í gangi líka, sem er bara sorglegt þegar þetta er stimplað á öll stig af ‘furry’. Mér finnst stór hluti heims eru bara gelgjur, fangirls og skrækir yfir öllum þessum raunveruleika þáttum. Að bara benda og segja OMG! er smá ljóskulegt ef allt of margir gera það bara af því það er að herma eftir öðrum.

Þetta er að verða afskaplega algengt út í heimi, nógu stórt að þeir halda reglulegar samkomur fyrir áhugafólk, og þá meina ég stórar samkomur. Fólk hópast saman þegar það hefur sameiginleg áhugamál, það er bara staðreind. Og ef það er tail skrítið áhugamál, þá kemur sér ekki vel að vera ráfandi langt frá hópnum…

En það er enginn svoleiðis hópur hér á landi, get ekki ímyndað mér að það verið nokkurntíman nógu stór hópur til að gera neitt sérstakt.

“furry” er orðið að stimpli, stöðull og lífstíll. Það eru sumir undir þessum hópi sem vill ekki einusinni að þeir séu kenndir við hann.

Hvað er furry? það er margt og mikið, og maður þarf ekki að vera tengdur öllum þessum atriðum til að vera það:

~Sumir bara teikna ‘anthro’ eða dýrafólk, furries.

~Fleirri gera sér dýra persónu til gamans, svo að þessir ‘furry artists’ teikni þá. Mannfólk er svo líkt, en svona dýrafólk er spes, gaman að teikna einhvað sem lítur ekki eins út og allt annað.

~Flestir fara lengra með persónuna og leika hana í einskonar spunaspili, RolePlay, og það þarf ekki endilega að vera neitt gróft.

~Margir klæðast búníngum af persónunum sínum, álíka maskots/lukkudýr.

~Svo eru það sumir sem taka þessu alvarlega, og eru oft svoldið spiritual með það. Eins og indjánarnir sem er með sín eigin ‘dýra sálufélaga’. Þessi hópur heldur sig oft frá ‘furry’ stimplinum, og kalla sig otherkin, therians og líka sér hópur fyrir dreka.

~Það eru einnig til fólk sem fer með þetta í svefnherbekið og kynlífið. Venjulegu fólki finst þetta svakalegt, og þetta er ástæðan fyrir hatrinu. Fólki er alveg sama oft að það eru ekki allir í þeim hóp.

Aldurinn á þessu fólki er afskaplega fjölbreittur, og fer alla leið niður í 12-14 ára, og yfir 40.

Fyrir þá yngstu, þá er þetta til gamans, stundum þróast þetta lengra og fer að taka þetta persónulega.

Ef maður fer að leita af punkti sem hefur kveikt á þessu ‘furry fandom’ þá getur maður farið að tala um teiknimyndir aðalega, því þá er þetta afskaplega sjónrænt og fólk tengist þessum persónum, því þær eru oft mjög menskar. Svo fer þetta alla leið til gamalla trúarbragða og indjána. Egyptar trúðu á guði með dýrahöfuð.

Af því þetta er oft spes að sjá, fólk í búningum gangandi um, sem er mest áberandi, og af því að þetta er að vera fáránlega algengt, þá verður þetta fyrir gagnríni. Internetið gerir heiminn lítinn. Hlutir sem þú hefðir aldrei getað vitað um, eru á forsíðunni.

Jafnvel fólk í furry fandom finnst eins og sumir ganga of langt, og að heimurinn fókusar of mikið á minnihluta-hópinn, ekki aðal-hópinn.

Eru allir of feimnir að viðurkenna áhugamál?
Þið megið deila ykkar sjónarhorni, enn ekkert barnalegt hatur.