Hæ ég heiti Baldur og er 194 Cm á hæð og 89 kíló. Hér ætla ég að lýsa aðeins hvernig er að vera stór.


Þegar maður er í bíó er alltaf gott að athuga hvar maður sest áður en að setjast niður því að ef maður sest fyrir framan konu með krakkann sinn þá bregst það ekki að það er pikkað í öxlina manns og sagt mjög kurteisislega, “afsakið en gæturu fært þig aðeins til hliðar.” Það kemur samt á móti að maður sér alltaf á tjaldið sama hver er fyrir framan mann.

Hurðar á herbergjum eru mjög oft ekki nema örlítið meira en 190 CM á hæð og þarf ég að beygja mig niður þegar ég geng inn um þær. Það er ótrúlega sárt að reka sig í þær sem gerist reglulega og frekar niðrandi að þurfa að beygja sig svona fyrir framan alla.

Þegar maður labbar framhjá litlum krökkum heirir maður MJÖG oft eitthvað VÁÁÁ og þeir spyrja mann hvernig maður varð svona stór.

Það er góður kostur við að vera stór að það er nánast aldrei abbast upp á mann, ég lendi aldrei í neinum vandræðum á djamminu og svoleiðis og ef það byrja einhver vandræði þá bið ég viðkomandi að hætta þessu og gerir hann það yfirleitt vegna þess að ég er hausnum stærri en hann. Menn halda alltaf sjálfkrafa að maður sé einhver brjálaður ofbeldisseggur bara því að maður er stór en það er kjaftæði, ég lendi aldrei í slagsmálum. Maður vekur þó oft mikið hilli hjá hinu kyninu því flestar stelpur fíla svona stóra og sterka stráka, það er einn aðal kosturinn :)

Það er ótrúlega erfitt að finna föt sem passa á mig, einnig rúm, sængur og sængurföt sem eru 194CM löng.

Þegar maður labbar í hópi fólks líður manni allta eins og maður sé eitthvað öðruvísi, maður horfir niður á alla eins og einhverja strumpa.


Þetta voru nokkrir kostir og gallar þess að vera stór, ég vona að þetta sýni ykkur veröld okkar í öðru ljósi því það er alls ekki auðvelt að vera stó