Lífstíll getur verið flókinn. Eins og flestir vita þá er fólk með hvern sinn einstaka lífstíl. En það getur verið leiðinlegt þegar aðrir setja út þennan sérstaka lífstíl og það getur leitt til eineltis. Sko ég á “vinkonur” sem eru alltaf að setja út á allt sem ég á og er í og allt sem ég geri og mér finnst þetta bara grautfúlt. En mér finnst að ég ætti ekkert að breyta til og ég segi það til allra þeirra sem lenda í svona vandræðum með sinn lífstíl að halda bara áfram að vera með sinn lífstíl. Eins og ég segi gerir þetta manninn einstakan. Annars værum við bara öll alveg eins og það væri ekki nógu gott. Eins gott að sumir eru ekki þannig að vera allir eins. En þetta er líka svona með föt stundum t.d. þegar þið farið í kringluna þá er 10undi hver í hensonpeysu og gallabuxum mér finnst þetta fáránlegt, en ég samt helst ekki móðga þá sem ganga í hensonpeysum en sumir ganga bara í þeim því að þeirra lífstíll er bara svoleiðis, þannig að það finnst mér ekki fáránlegt, það er bara flott. Þetta vil ég helst að þið tækjuð til athugar, en annars ræð ég auðvitað ekkert yfir ykkur en mér þætti vænt um að þið hugsuðuð aðeins um þetta.