Rauði hringurinn sem sést á Xbox 360 vélum þegar þær verða algjörlega bilaðar og virðist vera sí algengara með tímanum. Mest þekktur sem “Red Ring of Death”.
Ja við eigum orð fyrir þetta herna i enskunni viðfrægu, hvað var það aftur… cheapness ? =) Nei annars, er þetta buið að gerast hja mörgum islendingum ?
Ég hef nú heyrt að Microsoft eru að vinna í einhverju patchi sem ætti að enda þetta vandamál. Og já það er 3 ára ábyrgð á X360. En ég er samt enginn fanboy. Hef ekkert á móti neinum tölvunum. Á Wii og mig langar í 360 og fæ bráðlega :)
Nei þeir eru ekki að gera nýtt patch fyrir þetta enda getur patch ekki lagað þetta. Þeir eru að gera nýja Xbox vél sem heitir Falcon og verður dýrari en Elite og PS3 sem á að “sleppa við alla gallana”.
PS3 er með fáa en góða leiki. Xbox 360 er svipuð nema með fleiri crap leiki til að bjóða upp á. Svo er PlayStation 3 með skemmtilegri Exclusive leiki sem eru á leiðinni! :)
Jamm, ekkert mál að bíða og bíða endalaust eftir fleiri sárafáum leikjum…
Það að xbox 360 sé með meira leikjaúrval þýðir einfaldlega að fólk vilji þróa leiki á þessa vél, af því að henni gengur vel. Ólíkt PS3.
Og þeir leikir sem ég hef spilað á PS3, það er nú ekki hægt að segja að þeir séu allir góðir, þannig að eftir standa sárasárafáir góðir leikir, og nokkrir crap leikir :)
Ef að allir leikir á Xbox eru ömurlegir, af hverju er fólk þá að versla sér fleiri Xbox vélar heldur en PS3, og afhverju er attachment rate hærra á Xbox 360 heldur en á PS3?
Ég tel það ótrúlega gott hjá xbox að hún sé að seljast jafn hratt og ps3 þrátt fyrir að hún sé búin að vera á markaðnum í 2 ár. Ég nenni ekki að tala um Wii, finnst hún ekki góð og leikirnir alls ekki góðir.
það eina góða??, farðu á www.gamespot.com og leitaðu af öllum leikjum sem þú veist um sem eru bæði á 360 og ps3, taktu eftir að ef þeir eru ekki með jafnhátt score þá er 360 alltaf með hærra
Ekki satt. Leikirnir á ps3 voru lengur í framleiðslu vegna þess að tölvan var ekki komin út. Þetta eru ekki “port”, heldur ps3 úgáfa af sama leik. Ástæðan sem xbox360 útgáfurnar fá hærra er að leikirnir komu fyrr. Ps3 er oftar en ekki með betri grafík, hærri upplausn og jafnvel eitthvað auka vegna þess að leikurinn var lengur í framleiðslu. T.d er ps3 útgáfan af oblivion með knights of the nine pakkanum innbyggðan.
Það er samt með engu móti hægt að mæla með Oblivion á PS3 ef fólk getur spilað hann á Xbox 360 eða PC, í það minnsta þangað til Game of the Year Edition kemur.
Allt niðurhalanlega aukaefnið sem er í boði á Xbox 360, fyrir utan Knights of the Nine, er ekki í PS3 útgáfunni.
Shivering island mun alveg koma. Ps3 er bara eftirá. Hvað fleira er hægt að downloada í xbox annað en Shivering islands og knights of the nine? Ég spila hann á ps3 því hann laggar í tölvunni minni.
Knights of the Nine er eina downloadable contentið sem kom á PS3 og hann var pakkaður með disknum. Fyrir utan KotN þá eru 7 eða 8 aðrir litlir pakkar sem eru einungis til fyrir Xbox 360 og PC.
Ástæðan fyrir því af hverju Shivering Isles er ekki kominn enn á PS3 er sú að Bethesda hafa ekki hugmynd um hvernig DLC virkar á PSN. Og eftir að þeir tilkynntu Game of the Year Edition hafa þeir verið ANSI hljóðir um PS3 útgáfuna af aukapakkanum.
Jafnvel þótt Shivering Isles myndi koma út á PSN á þessu ári, væri það þess virði að bíða eftir honum þegar þú hefur möguleika á að kaupa hann ásamt litlu aukapökkunum í einum Game of the Year pakka? Varla.
Það eru nær engar líkur lengur að SI stefni á PS3 einn og sér. Ekki þegar nýja útgáfan er að koma út í næsta mánuði.
Veit ekki til þess að PS3 sé með Blue Dragon, Lost Odissey (báðir tveir frá skapara Final Fantasy!), Mass Effect, BioShock, Halo 3, Splinter Cell: Conviction, Eternal Sonata, Alan Wake, Fable 2, Too Human…
Mér a.m.k. sýnist útlit fyrir að Xbox 360 sé með “skemmtilegri” leiki á leiðinni, a.m.k. fyrir minn smekk. Ofan á það var hún einnig með skemmtilegri leiki fyrir.
En það er vitaskuld bara mín skoðun. Þú ættir einnig að venja þig á að tilgreina að þetta sé bara þín skoðun.
Annars er lítið að marka þig. Þú ert yfirlýstur Microsoft hatari.
Frekar lélegur póstur hjá þér, í fyrri pósti segir hann; “Haha persónulega finnst mér í mesta lagi tveir af þessum leikjum eitthvað spennandi! ^^”, og þú segir honum að venja sig á að taka fram að þetta sé bara hans skoðun.
Svo fullyrðir þú sjálfur að Xbox hafi verið með skemmtilegri leiki fyrir.
Annars finnst mér óþarfi að þurfa að segja “mín skoðun”, því að auðvitað er maður bara að segja sýna skoðun, en ekki tala fyrir neinn annan..
“Mér a.m.k. sýnist útlit fyrir að Xbox 360 sé með ”skemmtilegri" leiki á leiðinni, a.m.k. fyrir minn smekk. Ofan á það var hún einnig með skemmtilegri leiki fyrir."
Seinni staðhæfingin, um að hún hafi einnig haft skemmtilegri leiki fyrir, er rétt. Leikjaúrvalið á Xbox 360 er almennt mun betra en leikjaúrvalið á PS3 eins og staðan er í dag. Það þarf voðalega litla skoðun á bak við það.
Akkurat það lytur betur ut þannig, eg keypti mer xbox með auka frjastyringu tveim hleðslutækjum, subscription i heilt ar a xbox live og þa var eg kominn upp i 60þus
Jú, ég skil það vel afhverju þú keyptir þér ps3. Enda var umræðuefnið aldrei afhverju þú keyptir þér PS3 en ekki Xbox360. En auðvitað er ástæðan fyrir því að þú keyptir þér ps3 er útaf því að þú ert Playstation fanboy! En þú gast ekki séð það með þínum þröngsýna kolli að ég var ekki að dissa ps3 á neina vegu. En þú ákvaðst að taka því þannig að ég var að segja ps3 væri léleg sem ég var ekki, ég var bara að benda á nokkra punkta sem ég gerði líka um hjá xbox. EN þú gerðir þetta nákvæmlega sama við hitt svarið mitt.
Það er klárlega ekki hægt að tala við þig um leikjatölvurnar því að þú tekur öllu sem skoti á playstation og móðgast svo rosalega við það.
Akkurat, síðan þarf ég nátturulega að eyða 5þúsund krónur á hverju ári, ef ég ætla að spila á netinu. En mér finnst xbox fjarstýringin vera í þæginlegri stærð. Líka það ef að batteríið í Sixaxis eyðilegst þá er fjarstýring víst ónýt, en það er hægt að kaupa annað í xbox. Síðan heitir PS3 fjarstýringin því geðveika nafni SixaxiS.
Já mér finnst óþægilegt að halda á PS fjarstýringum en takka staðsetningar og allt það er þægilegt, nákvæmlega öfugt með Xbox. Kannski ef maður myndi mixa þær saman þá kæmi út hin fullkomna fjarstýring? ^^
En samt, þeir hjá Sony eru búnir að ná samkomulagi við fyrirtækið sem sjá um Rumble og eru þeir núna að þróa nýja og betri Sixaxis fjarstýringu ^^
Haha já en meira að segja þarna aðal gaurinn sem sá um Xbox sem er ný hættur (man ekkert hvað hann heitir) sagði sjálfur að fjarstýringin þeirra væri ansi flókin og svo framvegis…
Þetta sem þú ert að segja er ekki byggt á neinu nema leiðindarskap og hroka.
Vinsamlegast bentu mér á leiðindaskapinn og hrokann í því sem ég er búinn að svara. Þetta svar mitt er byggt á því að allir hlutir geta eyðilagst. Þú ert að segja mér að batteríið í SixaxiS fjarstýringunni geti ekki með neinu móti eyðilagst og síðan segiru að ég sé með leiðindaskap og hroka. Ef þitt svar ekki dæmi um leiðindaskap og hroka þá veit ég ekki hvað það er! Ég var ekki með nein leiðindi þegar ég sagði að það væri kjaftæði að Sony playstation hefði getað gert hlut sem eyðilegst ekki.
Þá sný ég spurningunni við á þig. Er ekki allt í lagi?
Fjarstýringin er í ábyrgð og +eg veit ekki um neitt case þar sem batteríið hefur skemmst. Það er ekki “kjaftæði”. Þetta var hrokafullt svar sem hafði engann stuðning á bakvið sig.
Ef þú kaupir alla aukahlutina á xbox sem eru innbyggðir í ps3 þá kostar xbox mun meira. En svo eru þeir sem segjast ekki þurfa alla aukahlutina á xbox sem eru innbyggðir í ps3 og allt í lagi með það. En ég vil fá alla aukahlutina eins og þráðlaust net, blu-ray/HD-dvd drif og stærri harðan disk og þess vegna er ódýrara fyrir mig að kaupa ps3.
MGS4,2008 Final Fantasy XIII, 2008 Final Fantasy Versus XIII, 2008 God of War III 200?, Lair, hvað í fjandanum er svona spennandi við þennan? lookar ágætlega en ekkert til að missa legvatnið yfir. Heavenly Sword, sökkar við hliðina á Ninja Gaiden Grand Turismo 5 kemur ekki strax og Xbox er með Forza 2 og PGR 4 á þessu ári……
Já en þeir koma ekki fyrr en eftir ár eða meira. á meðan hafa þeir sem hafa átt xbox verið að skemmta sér í um 3 ár í tölvunni sinni þegar þið fáið loksins leikina ykkar.
Sorry las þetta vitlaust. En jú flestir góðu leikirnir á PS3 koma núna í haust, svo kemur restin á næsta ári og enn fleiri á árinu þar á eftir. Ég get beðið því þetta eru leikir sem ég hlakka virkilega til þess að spila.
Og þeir eru ekki einu sinni komnir út… Hvað vitum við? Einhverjir af þessum leikjum geta bara sökkað. Red Steel er gott dæmi um leik sem átti að vera sterkur með Wii tölvunni ásamt Zelda en það kom í ljós að red steel sökkaði bara.
HAHAAHA þú ert svo mikill fanboy… PS3 er með fáa en góða leiki. Xbox 360 er svipuð nema með fleiri crap leiki til að bjóða upp á. Svo er PlayStation 3 með skemmtilegri Exclusive leiki sem eru á leiðinni!
Þessi setning er bara það vitlausasta sem ég hef heirt… Xbox er með miklu fleiri OG BETRI leiki á markaðnum núna(Gears of War) og það er voða lítið fyrir PS3 að koma núna á þessu ári sem er ekki á xbox… hinsvegar er Bioshcok að koma núna í águst fyrir X360 og svo Halo 3 og Mass Effect í nóv. jújú little big planet litur vel út en ég verð allt of upptekinn að spyla HALO 3 Í 4 PLAYER CO-OP!!!!!! svo ertu að gera allt af mikið ´´ur þessu ring of death dæmi ef þú færð gallaða vél er það minsta mál í heimi að fara í næstu búð og fá n´´yja
lol allir leikirnir sem eru bæði á ps3 og 360 fá hærra score á 360
Bætt við 10. ágúst 2007 - 01:20 og hahahaha The Darkness sem er í 5 sæti á ps3 listanum kemst ekki einu sinni inná 360 listann þótt þeir séu með sama score á báðum tölvunum hahahahaha
Ef Talvan bilar þá á maður bara að blása í diskadrifið og á diskinn eins og þá virkar það eins og með gömlu Nintendo NES. Samt punkturinn er að ég og margir vinir mínir höfum aldrei lent í neinu veseni með okkar 360 tölvur.
Ég og MrBozo erum stofnandar evil dead klúbbsins við erum einnig stofnandar Bruce Campell klúbbsins.
skiptir engu máli því eftir 4-5 mánuði þegar ps3 verður búin að ná 360 eins og hún er núna þá verður 360 komin með enn fleiri leiki, það er ekkert að fara að hætta að gera leiki fyrir 360 meðan ps3 nær henni svo þær geti verið jafna
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..