Tölvuleikja verð. Halló.

þetta eru mínar skoðanir á Verði á tölvuleikjum sem ég þekki… Kommentið eins og þið viljið en þetta er fyrsta greinin mín þannig að verið góð…

Persónulega finnst mér Verð á tölvuleikjum hafa gengið aðeins og langt seinustu 4ár eða svo. Eftir að allar þessar nýju tölvur komu svo má nefa Wii,Xbox 360 og Playstation 3 þá hafa tölvuleikjaverð rokið upp í verði og verið alveg til skammar finnst mér.
Menn eru að borga 6þ og alveg uppí 10þúsund krónur fyrir einn tölvuleik…
Hvað er í gangi er þetta útaf kreppunni eða er bara heimurinn gersamlega að grillast?? Unglingar og börn geta ekki fengið tölvuleiki eða neitt í jólagjöf og afmælisgjöf og maður á kannski efni á 2-3 leikjum á ári. Persónulega sérð finnst mér þetta tölvuleikja ástand vera rugl. Menn fara bara að grípa til þess að Breyta/Modda tölvurnar sínar svo þeir eigi efni á nýjum tölvuleikjum á tölvurnar sínar því það getur engin keypt sér tölvuleik lengur. Nema hann sé notaður og samt er það rán, notaðir tölvuleikir í Geimstöðinni og víða hvar annarstaðar kostar alveg frá 2000kr en samt oftast 3000kr alveg uppí 7000kr fyrir Notaðan tölvuleik.
Ég man nú bara fyrir nokkrum árum þar sem maður átti sína playstation 2 tölvu og gat eignast alla leiki sem maður vildi og maður eyddi fáranlega litlu í það. Núna getur maður keypt sér 2-3 leiki á 20.000 þúsund krónur… hvað gerðist? Ég veit að það er miklu betri leikir nú til dags og það er dýrara að búa þá til og það er verið að vinna í öllum smáatriðum og allt það en samt þetta er algjör vitleysa að meðal maður sem er búinn að borga alveg uppí 35-70þúsund krónum í leikjatölvu þá þarf hann að borga nokkur tugi þúsunda króna í tölvuleikina sjálfa og menn eiga oft til svo mikið af tölvuleikjum að tölvuleikirnir allir séu búnir að fara yfir verðið sem þeir borguðu upprunalegaséð fyrir leikjatölvuna.
Og eitt annað síðan er algjört hneyksli að þurfa að borga fyrir Updates og þannig á xbox marketplace og ég veit ekki alveg með Playstation online búðina hvort maður þurfi að borga fyrir updates en það er samt hneyksli að þurfa að borga fyrir Map pakka eða eitthvað álíka þegar maður er kannski búinn að fjárfesta í tölvuleik á kannski 8000krónur.. Hver er með mér í þessu? er þetta farið útí rugl?? Eða er ég farin útí ruglið? Segið mér ykkar skoðun á þessu.

Takk Fyrir mig Kveðja Baldur Þór Sigurðarson
Stjórnandi á /Golf