Jæja… nú er kominn sá tími að ég þarf að fara skoða kaup á Xbox360. Ég keypti Xbox og líkaði það gríðarvel og lét svo modda það og varð það þá ennþá betra en núna í vikunni þá gaf það upp öndina eftir góða þjónustu undan farin 5 ár eða svo. Í stað þess að fara vesenast í kringum hana og laga harða diskinn sem ég tel vera ástæða bilunarinnar þá hugsa ég að það sé kominn tími til að endurnýja enda ekki lengur eða ill fáanlegir leikir á Xbox allt komið á 360. Ég er að vinna í að kynna mér vélina betur og skoða möguleika mína á hvaða leið sé best að fara til að fjárfesta í þessar vél.

Það fyrsta sem ég er að pæla er hvort það sé einhvað vit í að kaupa vélina í USA og hvort það gangi alveg við sjónvörpin og það hér þó ég viti að rafmagnið verði kannski vandamál. Ég er í þeirri aðstöðu að þekkja fólk sem fer 2-3 út til USA á ári og gæti því verslað leiki fyrir mig þannig það er ekkert mál. En eins og áður sagði virkar það hérna heima? því verðmunurinn er rosalegur.

2. Svo er það munurinn á vélunum. Hef verið að skoða Xbox360 Elite og svo Premium og svona verið að svipast eftir muninum og annað. Væri gríðargott að fá góða grein eða einhvað efni um hvað maður er að græða og tapa á vélunum?

3. 20 GB eða 120 GB nú hef ég ekki skoðað það mikið að ég hafi kynnt mér þetta Marketplace en ég las einhverstaðar að það ætti að vera þæginlegt að vinna með 360 og vista saman og setja hluti af PC á Xbox einhvað til í því? Og ef svo er get ég þá sett Ljósmyndi, þætti og kvikmyndir af tölvunni inná harðadiskinn?

4. Þar sem ég hef verið að notast við Torrent um nokkurn tíma og sé að þar geti maður hlaðað niður leikjum fyrir 360. En krefst þess að dl-a leikjum og setja á vélina einhverra breytinga eða er bara hægt að skella þessu beint á diskinn og spila? (ath ég er ekki að reyna brjóta þær reglur ef einhverjar eru um að bannað sé að tala um þessar breyttu vélar vill bara fá já eða nei svar við þessu)

Vonandi getur einhver fróður maður jahh eða kona svarað þessu vel og vandlega og hjálpað mér að finna lausn á þessum málum. Endilega ef þið vitið svo um góðar greinar um tölvuna og kosti og galla hennar póstið þeim hérna. EN guðannabænum ekki senda inn einhverjar samanburðar greinar milli 360 og PS3 því ég veit að ef ég fer útí nýja leikjavél verður það 360 eða það eru 98 % líkur!