Hæ.
Ég var að fá mér PS3 og var að spá hvort ég geti notað PS3 sem einskonar sjónvarpsflakkara. Semsagt gæti ég flutt venjulegar DVD myndir og Blue-Ray myndir beint úr PC í PS3 tölvuna? Ef það er hægt, þurfa þá myndirnar að vera í sérstöku formatti?

Svo annað. Kannski tek það fram í leiðinni að ég er enginn snillingur í kringum tölvur og sjónvörp, þess vegna leitaði ég hingað. :)
Allavena, þá er ég bara með PS3 tengda beint við sjónvarpið í gegnum HDMI. Málið er það að ég er með flott heimabíó sem er samt sem áður bara með eitt HDMI tengi sem ég nota til að tengja við sjónvarpið en mér langar að geta notað heimabíóa kerfið þegar ég er að spila PS3. Hvaða snúru þarf ég til að þetta vinni allt saman svo ég geti notað hljóðkerfið úr heimabíóinu þegar ég er að spila í PS3 ?
Ég vill líka sleppa við allt skart snúru ruglið milli sjónvarpsins og heimabíosins ef það er möguleiki?