Mál með vexti er að ég er að spá í fjárfesta í einni PS3 á hinar tvær PS og PS2. En núna held ég að það sé komin tími til að fá sér PS3. Allavega nóg sagt um það.

Ég er að spá í að kaupa hana utan frá, því að það sem er rukkað hérna fyrir hana á ísl er bara rugl. Veit að hún er regional laus sem er drullu gott.
Veit líka að PS3 80gb spilar ekki alla ps2 leikina en mér er svosem sama.

En nú kemur að spurningu minni. Keyptuð þið Ps3 að utan og hvernig var það, voru einhver vandræði með hana þegar hún kom til landsins, tollurinn og allt það.

Síðan er hin. Hvernig straumbreyti keyptuð þið ykkur og hvað kostaði hann og hvar er hægt að kaupa svona stykki.


Vildi líka benda á að PS3 80Gb kostar 499$ + 10% skattur sem gera 550$ sem gerir 33.165.k
-