Þó svo að ég sé viss um að þetta hefur verið útpælt mjög lengi þá er mér eiginlega alveg sama og ég vil einnig benda á að ég hef alls ekkert á móti Wii, fínasta leikjatölva.

En pælingin mín er að sjálfsögðu sú að mér finnst Wii ekki vera Next Generation leikjatölva eins og PS3 og Xbox 360. Ég meina, hún er ekki grafíkhóruð og með einhvern úber örgjafa heldur bara einföld leikjatölva með hreyfiskynjara (sem er að sjálfsögðu mjög skemmtilegt)…En ef þú veist einhverja góða ástæðu yfir því að hún sé í raun og veru Next-gen þá máttu endilega koma því á framfæri enda finnst mér svolítið skrýtið að það sé alltaf verið að tala um það að hún sé að out-sella PS3 og Xbox enda er hún ekki svona dýr og fyrirferðamikil.

Með fyrirfram þakkir fyrir góðar ábendingar og EKKERT SKÍTKAST takk fyrir…:)