Helgin hjá mér fór þannig að ég og kallinn fórum í smáralindina á laugardaginn með það í huga að kaupa kattarsand. Við löbbuðum út með 1 stk Wii eftir að hafa prufað, á gangi smáralindarinnar…

Við vorum mikið búin að tala um þessar tölvur sem eru í boði núna og komumst að þeirri niðurstöðu að PS3 og 360 væri meira fyrir hann á meðan Wii væri meira fyrir okkur og okkar vinahóp.

Sit ég í dag, hæst ánægð með kaupin og með strengi í hægri hendi vegna keilu sem var mikið spiluð um helgina (þar sem ég get ekki boxað strax útaf veikindum).

Ég veit ekki alveg hvað gerir Wii að stelpu og para vænni vél en hinar, en eitthvað aðdráttar afl er hún að hafa á stelpurnar í kringum mig.

Mikið af mínum vinkonum heilluðust af hreyfingunni sem Wii sports býður uppá. Sagði ég í gríni við vinkonu mína “Wii eða World class?” og svaraði hún strax “Wiiiiiii!!!!”
Og merkilegt, vinkonur mínar elska að boxa á þessum grip.

En já, Wii er án efa eitthvað sem pör ættu að hafa bakvið eyrað, sérstaklega ef strákar vilja koma konunni uppá leikjavélar. Frábær skemmtun fyrir alla og á miklu betra verði en hinar tvær vélarnar…

Wii er málið á mínu heimilli!