Langar að skjóta smá inn hérna, en ég kíkti í BT um daginn til að tjékka hvort það væru komnir einhverjir xbox 360 leikir (voða lítið úrval af þeim undanfarið :S) og datt einhvernveginn inní gömlu xbox deildina…
Þar sá ég leiki á fáránlegu verði! (Halo 2 er t.d. á 299!) og ákvað að skella mér á Jade Empire þar sem ég fílaði KOTOR í botn og ákvað að treysta á BioWare.

Og viti menn, þessi leikur er algjör snilld! Svipaður fílíngur og í KoTOR en náttla Ancient-China umhverfi og svona, og í staðin fyrir items og armor og þannig drasl ertu með sérstakt hálsmen þar sem þú getur sett allskonar perlur í sem auka við eitt eða fleiri attribute hjá þér.

Svo ein mjög sérstök nýjung en mjög vel útfærð að mínu mati, það er bardagakerfið, það lýsir sér þannig að þú getur lært heilan helling af bardagastílum (allt frá basic sparka og kýla uppí galdra) sem þú mappar síðan á D-padinn (“örvatakkarnir” á fjarstýringunni) og getur skipt um stíl eins og þú vilt í miðjum bardaga, já svo væri kannski gott að bæta við að þau vopn sem þú ert með flokkast sem bardagastílar og þú þarft að mappa þau líka til að nota þau.

Level systemið er þannig að þegar þú færð levelup þá færðu 3 punkta til að bæta í annaðhvort body (health), chi (svipað og mana, getur notað chi bæði til efla attack hjá þér í einstaka bördugum og til að heala þig) eða focus (þarft að hafa focus til að nota magical vopn og svo geturu farið í focus-mode í bardaga til að hægja á tímanum nokkurnveginn t.d. ef þú ert að drepast og þarft að sleppa frá óvinum).

Svo þegar þú ert búinn að því geturu bætt við stigum í einstaka bardagastíla (færð fleiri stig í einu eftir því sem þú ferð á hærra level) og er þá þrennt sem þú getur bætt í, ætla að taka galdrasverð sem dæmi (færð það tiltölulega snemma í leiknum), þá færðu að velja um hvort þú setur í damage increase (sverðið gerir meiri skaða), focus reduction (eyðir minna focus á að nota það, s.s. getur notað það lengur í einu) og speed increase (sveiflar sverðinu hraðar og gefur þessvegna óvinunum færri tækifæri á að attacka þig), fannst þetta frekar skrýtið í byrjun enda vanur allt öðru systemi en maður er mjög fljótur að ná þessu og þetta virkar bara svona þrusuvel.

Svo má náttla ekki gleyma sögunni sem kom mér svakalega á óvart, snilldarlega skrifuð saga frá meisturum BioWare, þannig ég mæli sterklega með að menn skelli sér á þennan leik, helst á xbox því hann fékk víst verri dóma á PC…. getið lesið allt um hann á www.gamespot.com

Biðst afsökunar á punktaleysi og/eða stafsetningavillum enda skrifaði ég þetta í flýti, skólinn að byrja ;) njótið
<img src="