Ég skrifaði um Subsistence-leikinn en hér ætla ég að fara ítarlega í MGO-fítusinn.

Á Metal Gear Online geta allt að átta leikmenn tekið þátt í 5 missionum á 12 svæðum. Leikmenn spila sem hermenn úr 3 óvinadeildum leikjarins og special character er fyrir hvert lið.

Ocelot Unit - sá sem nær hæsta skori spilar sem Major Ocelot og fær Single Action Army.
GRU - sá sem nær hæsta skori spilar sem Raikov og er ónæmur fyrir klámblöðum og CQC-bragðið hans er hreðjabrjótur.
KGB - sá sem nær lægsta skorinu verður vísinamaðurinn Sokolov sem er með stealth camouflage.

Svo er hægt að velja 5 mission til að spila.

Sneaking Mission: Einn leikmaður spilar sem Snake og allt að 7 aðrir eru hermenn. Snake þarf að ná örfilmu og koma henni á bækistöð sína og hann vinur ef honum tekst það. Hermennirnir eiga að stöðva Snake og sá sem drepur hann verður Snake í næstu umferð. Snake hefur stealth camouflage, tekur minni skaða, fellibragð hans veldur instant KO, og Snake vaknar fyrr upp úr roti.
Capture Mission: Hér etja tvö lið að kappi og eiga að ná dótafroski til bækistöðvar sinnar. Hvert lið fær 20 sekúndur til halda frosknum frá hinu liðinu og vinnur svo. Ef hitt liðið nær froskinum þá þarf liðið að ná honum aftur.
Rescue Mission: Hér stendur eitt lið vörð um gúmmíönd og annað liðið á ná henni til bækistöðvar þeirra til að vinna. Ef verndunarliðið nær að halda út vinna þeir. Þegar leikmenn deyja verða þeir að draugum.
Team Deathmatch: Hér berjast tvö lið við eyða life tickets hins liðsins til að vinna.
Deathmatch: Allir á móti öllum. Sá sem drepur flesta vinnur.

Í MGO er hellingur MGS-legum hlutum svo sem pappakassinn til að fela sig í, banka á veggi, nota hnífa og CQC-fellibragð.
Vopnin eru fjölbreytileg en maður má bara hafa eitt primary-vopn, eitt secondary vopn og eitt support vopn. Og svo getur maður fundið RPG-7, M63 og eldvörpu á staðnum.
Sumum stýringum var breytt en MGS-stýringarnar virka vel og þetta er mjög ávanabindandi leikur.

Sjáumst í Metal Gear Online!