Veit ekki hvernig þetta er í BT, en eins og staðan er í Ormsson núna þá eru leikir á 5990 minnst og allt að 6490 krónur. Þetta er vitaskuld ekkert nema rán. Einu leikirnir sem voru til sölu voru frá Myndform, Sena var ekki enn komin inn með sína leiki, en þetta háa verð virðist koma frá innflytjendum sem virðast ætla sér að setja sama verð á Wii leiki og X360 leiki, sem eru almennt dýrari í útlandinu.

Þvílíkt svind. >_<

Bætt við 8. desember 2006 - 10:42
Vitaskuld voru líka leikir frá Bergsala… eða, einn leikur. Zelda. Aðrir töfðust.