Hlutbréf í Sony hafa lækkað um 2,75% í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Playstation 3 leikjatölvan virki ekki sem skyldi, vélar sem sýndar voru á leikjasýningunni í Tókýó fyrir skemmstu þóttu óstöðugar í vinnslu og þurfti ítrekað að endurræsa vélarnar.

Tilgátur eru uppi um að hinn meinti galli tengist ofhitnun, það þykja hins verar slæm tíðindi fyrir Sony að slíkir gallar komi í ljós svo skömmu fyrir útgáfu vélarinnar.

Tæknivandamál hafa tafið framleiðslu vélarinnar sem koma átti út snemma á þessu ári, hætt var svo við útgáfu vélarinnar í Evrópu á þessu ári og þykir útilokað að framleiðandinn muni geta annað eftirspurn í Bandaríkjunum og Japan fyrir þessi jól.

[Tekið góðfúslega af MBL.is]

// Ég get ekki ímyndað mér að það sé skemmtilegt að þurfa að endurræsa tölvuna á leikjasýningu.
Ég vil líta á mig sem hreinskilinn mann, þannig ef ég særi þig… then it just sucks to be you.