Well ég bugaðist loksins og fékk mér Ds Lite. Fékk mína í BT á Akureyri og það var bara til 1.stk og það var hvít vél. Skipti mig litlu máli þar sem mér finnst hvítari flottari ;) Svo ég spyr, hvaða leikjum mælið þið með? Og hvar á Íslandi eru besta leikjaúrvalið og líka hvar er besta verðið.

Ég hafði áhuga að fá mér nýja Mario leikinn enn úrvalið í Bt á Ak var sorglegt, svo ég var í pínu vandræðum að finna leik, enn ég mundi eftir Advance Wars, ég hef heyrt góða hluti um þennan leik hjá Gamespot svo ég ákvað að smella mér á hann. Too bad að hann kostaði ekki nema 4.990 sem mér fannst sturlun. Ég get ekki skilið þetta verðlag á Ds og Psp leikju. Hvað veldur eiginlega þessu? Ef maður skoðar verðlagið erlendis er það svo allt öðruvísi, rámar að hafa séð nýja Mario á 25 pund sem er um 3500.kr.

Allar ábendingar ofl eru vel þegnar, ég var að pæla í því á leiðinni heim að ég á allar leikjavélar gefnar út síðan 2000 ;) Þessar helstu, þó ekki eldri handheld vélar frá Nintendo.
Tölvur sem ég á: Pc, Mac, Nes, Gamecube, Ds Lite, Wii, Xbox, Xbox 360, Ps2, Psp, Ps3