Já, jú… nú höfum við öll haft psp vélarnar okkar í einhvern tíma og ættu menn núna að benda á sína 3 bestu leiki ásamt því að minnast á þá 3 leiki sem þeim hlakkar allra, allra mest til…. svona uppá gamanið, öll elskum við lista. Hver er með mér? Lista!? Fight the machines!!!?

Allavega, hér eru mínir:

Topp 3: (Að sjálfsögðu er mér einungis unnt að nefna þá leiki sem ég hef spilað)

1. Burnout Legends
2. Lumines
3. Grand Theft Auto: Liberty City Stories

Þeir titlar sem ég er mest spenntur fyrir: (og nú er ég svona að tala um leiki sem, tja, nálgast útgáfudag sinn… og leiki sem eitthvað er vitað um.)

1. Syphon Filter: Dark Mirror
2. Pursuit Force (Þ.e.a.s Bandarísku útgáfuna… sem ætti að vera á leiðinni til mín akkurat núna)
3. Splinter Cell Essentials