Ég er kannski einn um það en voðalega er Playstation 3 ennþá “óspennandi”. Það eina sem ég sé er nýr Metal Gear Solid leikur og grafík uppfærsla. Ég vill helst eitthvað aðeins meira en bætta grafík þegar ég fjárfesti í nýrri leikjatölvu.

Ég er líka enn þá að leita af leikjum sem ég virkilega, virkilega vill kaupa. Málið er svosem svipað með Xbox 360, bæting á grafík. En hún er þó ódýrari en Playstation 3 mun verða. Svo ekki sé talað um að Microsoft hafa endurlífgað High Score lista! Yey :)

Svo eru líka nokkrir 360 titlar sem ég er spenntur fyrir. Með þessu áframhaldi mun ég láta Playstation 3 eiga sig, ég var frekar vonsvikinn með On-line spilunarmöguleika Playstation 2. En var hinsvegar mjög sáttur með Xbox Live. Ef að Sony drífa sig í að sýna okkur “bættu” útgáfuna af Controllerinum sínum og eitthvað af “meira” spennandi titlum koma á yfirborðið… Já, kannski. En hingað til sé ég ekki allt fussið, þetta er engin Playstation (Sú fyrsta).

Hvað finnst fólki svo? Vill einhver gefa mér sitt álit, eða viljið bara kalla mig aumingja og fífl fyrir að vera óspenntur fyrir engu öðru en grafík uppfærslu og leik 27 í gamalli leikjaseríu?