Sælt veri fólkið.

Ég var að spá í hverskonar router þið eruð með, sem spilið Mario Kart DS á netinu? Minn router virðist ekki virka með leiknum einhverra hluta vegna, hann er af gerðinni Planet ADW 4300 A.

Ég sá inni á síðu hjá Nintendo lista yfir nokkra routera sem þeir voru búnir að prufa, og eru þeir misgóðir. Sumir virka fullkomlega, aðrir alls ekki. Minn virðist vera í seinni hópnum, því miður, þó hann sé ekki tilgreindur á síðunni.

Ástæðan fyrir því að ég er að spurja að þessu er að ég ætla að reyna að finna mér bara nýja netþjónustu sem býður upp á ókeypis router með áskrift, þá bara einhvern sem virkar með Nintendo DS.

Fyrsti routerinn sem ég fékk hérna heima virkar nefnilega með leiknum skv. þessari síðu, en sá vildi ekki virka hérna fyrir okkur, einhverra hluta vegna. Allavega hélst netið aldrei inni lengur en 5mín í einu. Frekar svekkjandi að komast að því núna.

Allavega, vona að einhver nenni að svara þessu :)