Ég var að velta því fyrir mér af hverju svona margir eru að selja PSP? Finnst eins og ég sjái svona auglýsingar á gjörsamlega öllum kaup-sala vefjum.
Ég hef prófað þessa græju og mér finnst hún mjög flott og allt það og langar soldið í, en finnst þetta bara einfaldlega of dýrt (auk þess að ég er miklu meiri Nintendo manneskja, en á hinn bóginn er ég með söfnunaráráttu fyrir leikjatölvum og leikjum svo það er aldrei að vita…). Það eina slæma sem mér finnst ég hafa heyrt um þetta eru dauðir pixlar, sem mér skilst reyndar að sé skipt út hér á landi, þ.e. búðirnar taka við þeim vélum aftur og skipta fyrir nýja.

Einhver sem getur svarað þessu?