Í sambandi við könnunina…

Það er satt að Sony fengu margar hugmyndir frá Nintendo þegar þeir voru að byrja í leikjatölvubransanum en er það eitthvað skrítið? Þetta var fyrsta tölvan þeirra. Það er Nintendo sem hefur verið að herma eftir Sony núna nýlega. Nokkur dæmi:

Playstation 2 gat spilað PS1 leiki> Revolution mun geta spilað eldri Nintendo leiki

Playstation 2 getur spilað DVD> Revolution mun geta það líka

Gamecube fjarstýringin er næstum því eins í laginu og Dual Shock

Revolution lítur nokkurn veginn út eins og lítil útgáfa af PS2. Hún getur meira að segja staðið lóðrétt og lárétt.

Nintendo hafa loksins ákveðið að hætta að reyna að vera öðruvísi og byrja að nota 12cm diska eins og Playstation.

Netspilun.


Svo örugglega eitthvað fleira sem ég er að gleyma…


Punkturinn minn er að Nintendo voru kóngarnir þegar Sony kom inn í markaðinn og því ekki skrítið að þeir hafi fengið lánaðar hugmyndir frá þeim. En nú eru Sony kóngarnir og Nintendo því byrjaðir að herma eftir Sony.