ok.
mér og vini mínum leiddist þannig að við ákváðum að ég myndi kaupa God of War (næsthæstur á ign.com með 9,8 í average rating held ég)
anyway þá kom þessi leikur út í Mars og við fórum fyrst í elko, skeifunni (ætluðum í BT en það var lokað) þeir áttu ekki leikinn svo að við fórum í kringluna í skífuna.
í skífunni fengum við að heyra að þeir væru ekki með leikinn en gaurinn sem við töluðum við fannst það skrítið þar sem hann átti að koma út í Mars!
hann sagði okkur að fara í BT, þar sem þeir fengju stundum leikina á undan Skífunni….
Við fórum í BT (kringlunni) og fyrir utan innganginn að búðinni var poster af leiknum!!! við löbbum beint að einhverjum gaur við afgreiðsluborðið og spurjum hvort þeir hafi ekki örugglega leikinn (hlýtur að vera þar sem þeir eru með poster fyrir utan búðina!!)
en BT gaurinn gat ekki athugað það því “kerfið” þeirra væri eithvað í fokki og hann sagði okkur að leita í PS2 svæðinu. við leituðum en fundum ekki helvítis leikinn.
Gat hann verið uppseldur ???? það var auðvitað ekki hægt að athuga það því “kerfið” var í fokki og það var enginn tómur rekki með nafninu af leiknum og verði!!!.
svo að ég og vinur minn enduðum með engann helvítis leik sem átti að vera kominn út í Mars!!!!!