Jæja, ég fékk mér Xbox í gær, og aðal ástæðan var sú að ég hafði aldrei átt console leikjatölvu, og fannst mér Xbox spennandi lausn, sérstaklega varðandi hugmyndir um auðvelda moddun plús það að það eru enginn flash-minniskort heldur harðir diskar sem save-in fara inná.

Nú ég var að spá, eftir að hafa rædd við nokkra einstaklinga varðandi moddun að sumir töpuðu ca. 50. þúsund krónum og sátu uppi með einungis harðan disk og allt annað ónýtt varðandi xboxið sitt meðan aðrir eru að hlaða bíómyndum inn á tölvuna og horfa á helling í gegnum xbox. Mjög sniðugur valmöguleiki.

Það sem ég vildi fá á hreint, áður en ég stekk útí þessa fjárfestingu, svona til að baktryggja mig aðeins, hversu margir ykkar hafa moddað tölvuna og allt gengið upp, og hversu margir hafa moddað tölvuna og tapað GÍFURLEGUM fjárhæðum ?

Segið mér sögu ykkar.<br><br><b> <font color=“#000000”>[thomas]</font> - <a href=“mailto:thomas@opex.is”><font color=“#C0C0C0”>[póstur] </font> </a> - <font color=“#000080”>[WildRabbit]</font> - <font color=“#C0C0C0”><a href="http://luz.skjalfti.is">[-LuZ-]</font> - </a> <font color=“#000000”>[zooxk]</font>
</