Af hverju ekki Zelda? Þessi grein er skrifuð af miklum Zelda fan sem að finnst vanta Zelda áhugamál á huga. Ég sá á áhugamálinu Leikir að það var könnun þar sem að stóð: “Zelda áhugamál á Huga?”. Ég svaraði umsvifalaust já og sá svo niðurstöðurnar. Það var mér til mikillar furðu og hálfgerðrar reiði að aðeins um 25% kjósenda studdi áhugamálið. Nú síðast Þegar ég kíkti var staðan 29% já og hin 71 prósentin voru dreifð á hina möguleikana. Svo var ég líka hálf hneykslaður yfir því að sjá hve margir höfðu kosrið “Hvað er það?”. Þeir sem að fara inn á áhugamálið Leikir <b>ættu</b> að vita hvað Zelda er.

Ég hef aðeins verið að nauða í fólki að setja Zelda áhugamál á þessa annars vel efnuðu síðu. Zelda á alveg jafn mikið skilið að fá sitt áhugamál hingað og allir aðrir leikir. Jafnvel meira en svo. Þetta var fyrsti leikurinn sem að var eitthvað <i>góður</i>. Þetta var einnig fyrsti leikurinn sem að hafði save möguleika.

Það veldur mér talsverðu hugarangri að það sé Final Fantasy áhugamál en ekki Zelda. Þessir tveir leikir eru að flestra mati topp leikjatölvu RPG leikirnir. Og það að hafa ekki Zelda áhugamál er fáránlegt, svo lengi sem að það er Final Fantasy áhugamál.

Nú bið ég stjórnendur þessa áhugamáls að flytja grein mína ekki yfir á kork þar sem að ég tel þetta mikilvægt málefni. Zelda á skilið að fá áhugamál jafn mikið og jafnvel meira en aðrir tölvuleikir. Ástæðan fyrir því að ég sendi þetta inn á leikjatölvur er sú að það er enginn allsherjar-korkur á Leikir. Þannig að mér fannst þetta næst besti staðurinn til að senda þetta.